Categories
Fréttir

Húsfyllir í Garðabæ

Deila grein

09/04/2013

Húsfyllir í Garðabæ


Image 13“Ég vil að við og börnin okkar búum við kerfi þar sem við getum tekið skynsamlegar ákvarðanir fyrir okkur og samfélagið í heild.”
sagði Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknar á fjölmennum verðtryggingarfundi í Garðabæ í gærkvöldi. Um 200 manns mættu á fund Framsóknar þar sem verðtryggingin og skuldamál heimilanna var umræðuefnið.
Auk Eyglóar voru Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi frá Akranesi og Ólafur Arnarson, hagfræðingur, með framsögur en þeir hafa farið mikinn í umræðunni um afnám verðtryggingarinnar og leiðréttingu stökkbreyttra lána heimilanna.
 
“Númer eitt, leiðrétting skuldsettra heimila. Númer tvö, afnám verðtryggingarinnar og númer þrjú, efling atvinnulífsins” svaraði Eygló þegar hún var spurð um hver aðalatriði Framsóknar væru á komandi kjörtímabili.
Frekari upplýsingar veitir
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknar
S: 895 5719
eyglo@althingi.is
og
Jón Ingi Gíslason
S: 894 0224
joningi@framsokn.is