Categories
Fréttir

Ingibjörg leiddi viðræður þingmannanefndar EFTA við Tæland

Deila grein

12/09/2022

Ingibjörg leiddi viðræður þingmannanefndar EFTA við Tæland

Þingmannanefnd EFTA undir forystu Ingibjargar Isaksen heimsótti Tæland dagana 5.–9. september, eftir að fyrsta lota fríverslunarsamninga Tælands og EFTA hófst að nýju í Bangkok í júní sl. EFTA mun hýsa næstu umferð tvíhliða fundi viðræðnanna dagana 31. október – 4. nóvember nk. í Genf í Sviss.

Í viðtali við Bangkok Post sagði Ingibjörg að fríverslunarsamningurinn við Tæland og EFTA myndi ekki aðeins hjálpa til við að bæta efnahagsleg tengsl milli þessara tveggja aðila heldur myndi hann einnig þróa sjálfbæran vöxt.

„Samtökin miða einnig að því að opna nýja markaði á heimsvísu með því að gera viðskiptasamninga við mikilvæg lönd um allan heim, eins og Tæland,“ sagði Ingibjörg.

EFTA eru öll Vestur-Evrópuríki en þau sem eru ekki aðilar að Evrópusambandinu (ESB). EFTA ríkin hafa sjálfstæða viðskiptastefnu og sameina krafta sína um að gera viðskiptasamninga og opna markaði um allan heim.

EFTA samanstendur af Íslandi, Liechtenstein, Noregi og Sviss. Það er alþjóðleg stofnun sem sett er á laggirnar til að stuðla að viðskiptum og efnahagslegum samþættingu milli fjögurra aðildarríkja sinna.

Ingibjörg sagði að nálganir EFTA nái yfir ýmis svið eins og vöruskipti, þjónustuviðskipti, rafræn viðskipti, hugverkarétt, opinber innkaup, almenn viðskipti og sjálfbæra þróun.

„EFTA leitast við að setja metnaðarfull ákvæði í viðskiptasamninga og ákvæði um sjálfbærri þróun til tryggingar að samningur sé í samræmi við sjálfbærni, með ákvæði um kolefnislosun hagkerfisins, sjálfbærri stjórnun náttúruauðlinda og að virt séu réttindi launafólks,“ sagði Ingibjörg.

Aðspurð hvers vegna EFTA hefði áhuga á fríverslunarviðræðum við Tæland sagði hún EFTA-löndin lítil og útflutningsmiðuð hagkerfi með sterkt og fjölbreytt hagkerfi, þeir höfðu hins vegnar tiltölulega takmarkaða innri markaði.

„Það er nauðsynlegt að opna nýja markaði til að fá hráefni eða íhluti erlendis að og auka útflutningstækifæri um allan heim,“ bætti Ingibjörg við.

Fríverslunarsamningurinn myndi færi fólk í Evrópu og Tælandi nær með viðskiptum þar sem margir ríkisborgarar frá EFTA-löndunum búa nú í Tælandi og margir Tælendingar búa í EFTA-löndum. Fríverslunarsamningur mun augljóslega auka ferðaþjónustu á milli þessara svæða.

EFTA ríkin eru þegar á meðal helstu fjárfesta í Tælandi og í fararbroddi í grænni tækni og höfðu aðilar því gott tækifæri til að skiptast á upplýsingum til að hjálpa Tælandi að takast á við áskoranir tengdum orku- og loftslagsmálum.

EFTA leitast einnig við að setja fram metnaðarfull ákvæði í viðskipsamninga, stuðla að sjálfbærri þróun til að tryggja að samningurinn verði í samræmi við sjálfbærni, kolefnislosun hagkerfisins, sjálfbæra stjórnun náttúruauðlinda og tryggja að réttindi launafólks séu virt.