Categories
Fréttir

Ingvar Mar nýr formaður FR

Deila grein

15/05/2015

Ingvar Mar nýr formaður FR

Nýr formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, Ingvar Mar Jónsson 41 árs gamall flugstjóri hjá Icelandair, var kjörinn á aðalfundi félagsins á miðvikudaginn. Ingvar Mar hefur verið flugmaður og síðar flugstjóri hjá Icelandair frá árinu 1996. Ingvar er menntaður atvinnuflugmaður og flugkennari frá Flugskóla Íslands.
Ingvar Mar hefur verið fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í Menningar- og ferðamálaráði borgarinnar frá 2014 og er stjórnarformaður tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga. Ingvar Mar er kvæntur Sigríði Nönnu Jónsdóttur flugfreyju og eiga þau fjögur börn.
ingvarMyndatexti: Ingvar Mar Jónsson, nýr formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur.
Talsverð endurnýjun varð í stjórninni en auk Ingvars sitja þau Ásgerður Jóna Flosadóttir, varaformaður, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Dorata Zaorska, Kristinn Jónsson, Stefán Þór Björnsson, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, Trausti Harðarsson og Hólmfríður Þórisdóttir í nýrri stjórn félagsins.