Categories
Fréttir

Jafnréttisráðstefna karla í New York

Deila grein

01/10/2014

Jafnréttisráðstefna karla í New York

lfkmerkiliturFramkvæmdastjórn Landssamband framsóknarkvenna hefur fylgst náið með þróun kynjajafnréttisumræðunnar sem helst hefur birst undanfarið í átakinu HeforShe og vill þess vegna vekja athygli á frumkvæði utanríkisráðherra Íslands, Gunnars Braga Sveinssonar, þar sem hann boðaði í ræðu sinni á Alsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, í vikunni, að Ísland og Súrínam muni halda málþing um kynjajafnréttismál í New York í janúar á næsta ári.
Framkvæmdastjórnin hefur því sent frá sér eftirfarandi ályktun:
„Framkvæmdarstjórn Landssambands framsóknarkvenna lýsir yfir ánægju sinni með frumkvæði utanríkisráðherra á sviði kynjajafnréttis. Jafnréttisráðstefna karla, sem utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson hefur boðað, verður haldin í janúar á næsta ári á vettvangi sameinuðu þjóðanna. Ráðstefnan mun án efa vekja heimsathygli. Framkvæmdastjórnin fagnar því einnig að ráðstefnunni sé sérstaklega ætlað að beina kastljósinu að ofbeldi gegn konum sem birtist sem dagleg ógn margra kvenna í heiminum. Það er ennfremur fagnaðarefni að nú fái karlar tækifæri til þess að tala saman og láta sig þetta mikilvæga málefni varða. Að lokum vill framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna benda á að það er afar jákvætt að íslenskir karlar séu í fararbroddi í undirskriftum vegna HeForSe átaksins í heiminum.“
Framkvæmdastjórn LFK vill hvetja alla karla til þess að skrifa undir á slóðinni: www.heforshe.org
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.