Jóhann H. Sigurðsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Framsóknar. Hann tekur við af Teiti Erlingssyni, sem hefur sinnt hlutverki skrifstofustjóra tímabundið en er að hefja störf sem aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra. Jóhann hefur störf 8. maí.
Jóhann er með B.A. gráðu í stjórnmálafræði með viðskiptafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands. Hann hefur undanfarin 2 ár stundað nám í alþjóðlegum stjórnmálum og opinberri stjórnsýslu (e. International Public Administration and Politics) við Háskólann í Hróarskeldu (e. Roskilde University) og mun útskrifast núna í sumar með M.Sc. gráðu. Jóhann hefur verið virkur þátttakandi í starfi Framsóknarflokksins um árabil, meðal annars sem miðstjórnarfulltrúi og stjórnarmeðlimur SUF. Síðustu ár hefur Jóhann starfað meðfram námi í Forsætisráðuneytinu og hjá Bezzerwizzer í Kaupmannahöfn.
Við bjóðum Jóhann velkominn til starfa og þökkum Teiti fyrir vel unnin störf á skrifstofu Framsóknar.
05/05/2023
Jóhann H. Sigurðsson ráðinn skrifstofustjóri Framsóknar