Categories
Fréttir Nýjast

Jóhann H. Sigurðsson ráðinn skrifstofustjóri Framsóknar

Deila grein

05/05/2023

Jóhann H. Sigurðsson ráðinn skrifstofustjóri Framsóknar

Jóhann H. Sigurðsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Framsóknar. Hann tekur við af Teiti Erlingssyni, sem hefur sinnt hlutverki skrifstofustjóra tímabundið en er að hefja störf sem aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra. Jóhann hefur störf 8. maí. 

Jóhann er með B.A. gráðu í stjórnmálafræði með viðskiptafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands. Hann hefur undanfarin 2 ár stundað nám í alþjóðlegum stjórnmálum og opinberri stjórnsýslu (e. International Public Administration and Politics) við Háskólann í Hróarskeldu (e. Roskilde University) og mun útskrifast núna í sumar með M.Sc. gráðu. Jóhann hefur verið virkur þátttakandi í starfi Framsóknarflokksins um árabil, meðal annars sem miðstjórnarfulltrúi og stjórnarmeðlimur SUF. Síðustu ár hefur Jóhann starfað meðfram námi í Forsætisráðuneytinu og hjá Bezzerwizzer í Kaupmannahöfn.

Við bjóðum Jóhann velkominn til starfa og þökkum Teiti fyrir vel unnin störf á skrifstofu Framsóknar.