Kvennadeild Framsóknarfélags Reykjavíkur heldur jólafundinn sinn fimmtudaginn 5. desember í Framsóknarhúsinu að Hverfisgötu 33, kl. 20:00.
Fundurinn verður með hefðbundnu sniði eins og undanfarin ár – rjúkandi súkkulaði með rjóma, piparkökur, stollen með smjöri og ostar. Málsháttasiðurinn verður í heiðri hafður og biðjum við fólk að muna eftir að taka pakka með sér til fundarins.
Dagskrá:
- Guðni Ágústsson les upp úr ný útkominni bók sinni
- Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipar 2. sæti lista Framsóknarflokksins til borgarstjórnarkosninga les jólasögu
- Valgerður Sveinsdóttir, sem skipar 3. sæti lista Framsóknarflokksins til borgarstjórnarkosninga les ljóð
- Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður stýrir málsháttaatriði
- Óvæntar uppákomur
Hlökkum til að sjá ykkur öll í aðventu – og jólaskapi
Kvennadeild Framsóknarfélags Reykjavíkur