Categories
Fréttir

Jólafundur kvennadeildar Framsóknarfélags Reykjavíkur

Deila grein

04/12/2013

Jólafundur kvennadeildar Framsóknarfélags Reykjavíkur

jolafundurKvennadeild Framsóknarfélags Reykjavíkur heldur jólafundinn sinn fimmtudaginn 5. desember í Framsóknarhúsinu að Hverfisgötu 33, kl. 20:00.
Fundurinn verður  með hefðbundnu sniði eins og undanfarin ár – rjúkandi súkkulaði með rjóma, piparkökur, stollen með smjöri og ostar. Málsháttasiðurinn verður í heiðri hafður og biðjum við fólk að muna eftir að taka pakka með sér til fundarins.
Dagskrá:

  1. Guðni Ágústsson les upp úr ný útkominni bók sinni
  2. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipar 2. sæti lista Framsóknarflokksins til borgarstjórnarkosninga les jólasögu
  3. Valgerður Sveinsdóttir, sem skipar 3. sæti lista Framsóknarflokksins til borgarstjórnarkosninga les ljóð
  4. Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður stýrir málsháttaatriði
  5. Óvæntar uppákomur

Hlökkum til að sjá ykkur öll í aðventu – og jólaskapi
 
Kvennadeild Framsóknarfélags Reykjavíkur