Categories
Fréttir

Jón Skaftason látinn

Deila grein

06/06/2016

Jón Skaftason látinn

mynd - Jón SkaftasonJón Skaftason fyrrv. alþingismaður er látinn 89 ára. Jón var þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi 1959 til 1978.
Jón var fæddur á Akureyri 25. nóvember 1926. Foreldrar hans voru Skafti Stefánsson (fæddur 6. mars 1894, dáinn 27. júlí 1979) útgerðarmaður á Siglufirði og Helga Sigurlína Jónsdóttir (fædd 16. október 1895, dáin 11. júní 1988) húsmóðir.
Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1947. Lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1951. Héraðsdómslögmaður varð hann 1955 og hæstaréttalögmaður 1961. Jón vann við ýmis störf á Siglufirði 1951-1952. Fulltrúi hjá ríkisskattanefnd 1952-1954. Fulltrúi í fjármálaráðuneytinu 1955-1961. Rak hann lögfræðiskrifstofu í Reykjavík, Kópavogi og Keflavík 1955–1960. Var deildarstjóri í viðskiptaráðuneytinu 1978-1979. Yfirborgarfógeti í Reykjavík 1979-1992 og sýslumaður í Reykjavík 1992-1994.
Eftirlifandi eiginkona Jóns til 66 ára er Hólmfríður Gestsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn, Gestur fæddur 1950, Helga fædd 1953, Skafti fæddur 1955 og Gunnar fædddur 1960.
Framsóknarfólk vottar aðstandendum samúð og þakkir fyrir störf í þágu Framsóknarflokksins og þjóðarinnar.