Categories
Fréttir

Katrín sveitarstjóri, leiðir lista Framsóknar og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð

Deila grein

08/04/2022

Katrín sveitarstjóri, leiðir lista Framsóknar og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð

Framboðslisti Framsóknar og félagshyggjufólks var samþykktur samhljóða á fundi félagsins í Safnaðarheimilinu í dag.

Gaman er að sjá ungt fólk gefa kost á sér til framtíðarstarfa fyrir sveitarfélagið en yngsti maður á B-listanum verður 22 ára á árinu 👏

Listann skipa einstaklingar alls staðar að úr sveitarfélaginu með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og er kynjahlutfall jafnt á listanum. Málefnavinna fer í gang á næstu dögum og verður nánar upplýst um þann undirbúning síðar. Mikil tilhlökkun og gleði er ríkjandi í hópnum og vilji til gera gott byggðarlag enn betra.

Áfram veginn!