Categories
Fréttir

Kjördæmavikan byrjar vel!

Deila grein

27/02/2024

Kjördæmavikan byrjar vel!

Þingmenn og ráðherrar Framsóknar eru á ferð og flugi um land allt þessa dagana. Þingflokknum er mikilvægt að heyra raddir kjósenda með reglubundnum hætti og koma víða við.

Fyrstu fundir Framsóknar í kjördæmaviku voru haldnir í gær. Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason sátu opinn fund í Grósku í Reykjavík ásamt Einari Þorsteinssyni, nýjum borgarstjóra. Á sama tíma sátu Sigurður Ingi Jóhannsson, Jóhann Friðrik Friðriksson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir opinn fund í samkomuhúsinu í Sandgerði. Anton Kristinn Guðmundsson, formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar, og Úrsúla María Guðjónsdóttir bæjarfulltrúi voru með þeim í slagtogi.

Á báða fundina var vel mætt og umræðurnar voru líflegar. Í Reykjavík var aðallega rætt um mannúðaraðstoð til Gasa, móttöku hælisleitenda, hjúkrunarheimili, samgöngur og úrræði fyrir einstaklinga með geðrænan vanda. Í Sandgerði var góð umræða um aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna stöðunnar í Grindavík, málefni útlendinga, heilbrigðismál, landbúnaðarmál og málefni barna.

Þessa vikuna eru þingmenn okkar og ráðherrar á ferðinni um allt land og í dag höldum við þrjá opna fundi á sama tíma, kl. 20.00.

  • Í Skátaheimili Mosverja í Mosfellsbæ verða Willum Þór, Ásmundur Einar og Ágúst Bjarni.
  • Í Efsta Dal í Bláskógarbyggð verða Sigurður Ingi, Jóhann Friðrik og Hafdís Hrönn.
  • Í Landnámssetrinu í Borgarnesi verða Lilja Dögg, Stefán Vagn, Lilja Rannveig og Halla Signý.