Categories
Fréttir

22. Kjördæmisþing KFNV 15.-16. október 2022

Deila grein

30/09/2022

22. Kjördæmisþing KFNV 15.-16. október 2022

Staðsetning: Vogur Country Lodge á Fellsströnd, Dalabyggð. 

Þinggjald: 3.500 kr. / Hátíðarkvöldverður 7.900 kr.

Dagskrá:

Laugardagur 15. október kl. 13.00.

1.  Setning og kosning starfsmanna þingsins

2.  Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fram

3.  Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga

4.  Ávörp gesta

5.  Almennar stjórnmálaumræður

Kaffihlé

6.  Stjórnmálaályktanir

7.  Kosningar

Þinghlé

Hátíðarkvöldverður og almenn gleði

Sunnudagur 16. október kl. 10.00.

8.  Nefndarstörf

9.  Afgreiðsla ályktana

10.  Önnur mál

Þingslit

Fundargestum býðst gisting á Vogi Country Lodge og fara bókanir fram á vogur@vogur.org. Verð til fundargesta er 15.000 kr. fyrir eins manns herbergi með baði og 20.000 fyrir tveggja manna herbergi með baði, morgunverður er á 2.500 kr. og 3ja rétta kvöldverður á laugardagskvöldi er 7.900 kr.

Formenn aðildarfélaga eru hvattir til þess að huga að því að manna kjörbréf fyrir þingið og gott væri að áhugasamir félagsmenn myndu tilkynna sig til þeirra.

Starfsnefnd hefur verið skipuð fyrir 22. Kjördæmisþing Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi (KFNV) og hefur hún þegar tekið til starfa.  Hlutverk nefndarinnar að taka á móti tillögum um frambjóðendur til trúnaðarstarfa á vegum KFNV sem kosið verður um á þinginu.

Mynd: vogur.org