Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninganna 30. nóvember er hafin. Upplýsingar um kosningarnar má finna á kosning.is.
Hægt er að kjósa utankjörfundar hjá sýslumönnum um land allt.
Kjósendur sem staddir eru erlendis geta kosið á skrifstofu sendiráðs eða fastanefndar hjá alþjóðastofnun, í sendiræðisskrifstofu eða á skrifstofu kjörræðismanns.
Utankjörfundarskrifstofa Framsóknar veitir nánari upplýsingar í síma 540 4300 eða á netfanginu framsokn@framsokn.is.
Hvert atkvæði skiptir okkur máli!
B er listabókstafur Framsóknar
Nauðsynlegt er að hafa meðferðis skilríki með ljósmynd og framvísa á kjörstað.
Ef kosið er utan kjördæmis kjósanda, innanlands eða erlendis skulu kjósendur sjálfir annast og kosta sendingu atkvæðisbréfs síns. Atkvæði má koma með eða senda til:
Framsóknarflokkurinn
Bæjarlind 14-16
201 Kópavogi
ICELAND
- Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
- Sýslumaðurinn á Vesturlandi
- Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
- Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
- Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
- Sýslumaðurinn á Austurlandi
- Sýslumaðurinn á Suðurlandi
- Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
- Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
- Kosning utan kjörfundar erlendis
- Hver er minn kjörstaður?
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Á kjördag laugardaginn 30. nóvember verður opið frá kl. 10:00-17:00 fyrir kjósendur sem ekki geta sótt kjörfund.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu fer eingöngu fram í Holtagörðum á 1. hæð.
- 18. nóvember – 29. nóvember kl. 10:00 – 22:00.
Á kjördag laugardaginn 30. nóvember verður opið frá kl. 10:00 – 17:00 fyrir kjósendur sem ekki geta sótt kjörfund.
Tímasetningar vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis þann 30. nóvember 2024 á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum, stofnunum fyrir fatlað fólk og í fangelsi:
Landspítalinn Háskólasjúkrahús Hringbraut
Miðvikudaginn 27. nóvember, kl. 14:00-17:00.
Landspítalinn, Geðdeild, Háskólasjúkrahús Hringbraut
Miðvikudaginn 27. nóvember, kl. 15:00-17:00.
Líknardeildin í Kópavogi
Föstudaginn 29. nóvember, kl. 15:00-16:30.
Ef þörf krefur verður einnig atkvæðagreiðsla á kjördag á eftirfarandi stöðum fyrir þá sem ekki gátu greitt atkvæði á ofangreindum tímasetningum:
Fangelsið á Hólmsheiði
Laugardaginn 30. nóvember kl. 10:00 – 11:00
Landspítalinn Háskólasjúkrahús Fossvogi
Laugardaginn 30. nóvember kl. 10:00 – 12:30.
Landspítalinn Háskólasjúkrahús Hringbraut
Laugardaginn 30. nóvember kl. 10:00 – 12:00.
Landspítalinn, Geðdeild, Háskólasjúkrahús Hringbraut
Laugardaginn 30. nóvember kl. 12:30 – 13:00.
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
Greiða má atkvæði utan kjörfundar á kjörstöðum innan umdæmisins sem hér segir:
Akranesi – skrifstofu sýslumanns, Kirkjubraut 28, 2. hæð Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00 – 15:00 og kl. 9:00 – 14:00 á föstudögum. Á kjördag: kl. 10:00 – 14:00
Borgarnesi – skrifstofu sýslumanns, Bjarnarbraut 2 Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00 – 15:00 og kl. 9:00 – 14:00 á föstudögum. Á kjördag: kl. 10:00 – 14:00
Búðardal – skrifstofu sýslumanns, Miðbraut 11 Þriðjudaga kl. 9:00 – 15:00 og fimmtudaga kl. 9:00 – 14:00.
Stykkishólmi – skrifstofu sýslumanns, Borgarbraut 2 Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00 – 15:00 og kl. 9:00 – 14:00 á föstudögum. Á kjördag: Bakvakt í síma 698-7401
Snæfellsbæ – skrifstofu Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4 Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00 – 12:00 og 13:00 – 15:30 og föstudaga kl. 9:00 – 12:00 og 13:00 – 14:00.
Grundarfirði – skrifstofu Grundarfjarðarbæjar, Borgarbraut 16 Alla virka daga kl. 10:00 – 14:00.
Vikuna 25. til 29. nóvember verður einnig hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, Búðardal sem hér segir: Mánudaginn 25. nóv., miðvikudaginn 27. nóv. og föstudaginn 29. nóv. nk. kl. 9:00 – 13:00.
Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki (ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini).
Atkvæðagreiðsla í heimahúsi:
Kjósandi, sem vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, getur hvorki sótt kjörfund né kosið utan kjörfundar, getur óskað þess að greiða atkvæði í heimahúsi. Skrifleg umsókn studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans skal hafa borist kjörstjóra eigi síðar en kl. 10:00 fimmtudaginn 28. nóvember. Mælst er til að beiðnir þessa efnis berist kjörstjóra án ástæðulauss dráttar.
Á það er bent að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á stofnunum er einungis ætluð kjósendum sem þar dveljast.
Atkvæðagreiðsla á kjördag í samræmi við 6. og 7. gr. reglugerðar nr. 446/2024
Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, kl. 10:00-10:30.
Atkvæðagreiðslan er ætluð þeim sem dvelja á framangreindum stofnunum og gátu ekki greitt atkvæði á fyrir fram auglýstum tíma.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar við embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 30. nóvember 2024 hófst fimmtudaginn 7. nóvember sl.
Greiða má atkvæði á skrifstofum embættisins á almennum afgreiðslutíma á hverjum stað, sem hér segir:
- Aðalstræti 92, Patreksfirði, kl. 9:30 – 12:00 og 13:00 – 15:00 en til kl. 12:00 á föstudögum.
- Hafnarstræti 1, Ísafirði, kl. 9:30 – 15:00 en til kl. 13.30 á föstudögum.
- Hafnarbraut 25, Hólmavík, kl. 9:00 – 13:00 en til kl. 12:00 á föstudögum.
- Maríutröð 5a, Reykhólum, kl. 13:00 – 14:00 miðvikudaginn 20. nóvember.
Föstudaginn fyrir kjördag, 29. nóvember, verður opið til kl. 16:00 á öllum skrifstofum embættisins fyrir atkvæðagreiðsluna.
Á kjördag verður opið kl. 11:00 – 15:00 á öllum skrifstofum fyrir þá kjósendur sem ekki geta sótt kjörfund.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
Greiða má atkvæði utan kjörfundar á kjörstöðum innan umdæmisins sem hér segir:
- Blönduósi, aðalskrifstofu, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, virka daga, kl. 9:00 – 15:00.
- Sauðárkróki, sýsluskrifstofu, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, virka daga, kl. 9:00 – 15:00.
- Hvammstanga, ráðhúsi Húnaþings vestra að Hvammstangabraut 5, Hvammstanga, mán – fimmtudaga kl. 10:00 – 14:00 og fös kl. 10:00 – 12:00.
- Skagaströnd, stjórnsýsluhúsi að Túnbraut 1-3, Skagaströnd, mán – fimmtudaga kl. 09:00 – 12:00 og 13:00 – 15:00, föstudaga kl. 9:00 – 12:00.
Fimmtudaginn 28. nóvember nk. verður opið til kl. 18:00 á skrifstofum sýslumanns að Hnjúkabyggð 33, Blönduósi og Suðurgötu 1, Sauðárkróki. Á kjördag verður opið á báðum skrifstofum milli kl. 11:00 – 15:00.
Atkvæðagreiðsla í heimahúsi:
Kjósandi, sem vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, getur hvorki sótt kjörfund né kosið utan kjörfundar, getur óskað þess að greiða atkvæði í heimahúsi. Skrifleg umsókn studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans skal hafa borist kjörstjóra eigi síðar en kl. 10:00 fimmtudaginn 28. nóvember. Mælst er til að beiðnir þessa efnis berist kjörstjóra án ástæðulauss dráttar.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
- Akureyri, Strandgötu 16, (þjónustuhús vestan við Eimskip),
alla virka daga kl. 10:00 – 18:00. Um helgar kl. 11:00 – 15:00. Á kjördag kl. 10:00 – 17:00. - Húsavík, Útgarði 1, mán. til fim. kl. 9:00 – 15:00, föstud. kl. 9:00 – 14:00 og um helgar kl. 10:00 -13:00.
Frá 18. nóvember nk. er opið mán. til fös. kl. 9:00 – 17:00 og um helgar kl. 10:00 – 13:00. Á kjördag er opið kl. 10:00 – 12:00. - Siglufjörður, Gránugötu 6, mán. til fim. kl. 9:00 – 15:00, föstud. kl. 9:00 – 14:00 og um helgar kl. 10:00 -13:00.
Frá 18. nóvember nk. er opið mán. til fös. kl. 9:00 – 17:00 og um helgar kl. 10:00 – 13:00. Á kjördag er opið kl. 10:00 – 12:00. - Þórshöfn, Langanesvegi 2, virka daga frá kl.10:00 til 14:00.
Frá 18. nóvember nk. er opið mán. – fös. kl. 10:00 -17.00 og um helgar er opið kl. 10:00 til 13.00.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer einnig fram í samstarfi við sveitarfélögin:
- Dalvíkurbyggð: Ráðhúsinu, 2. hæð, virka daga kl. 10:00 – 12:00.
- Grýtubakkahreppur: Túngötu 3, Grenivík, þriðjudaga til fimmtudaga kl. 10:00 – 15:00.
- Þingeyjarsveit: Stjórnsýsluhús Litlu-Laugum, miðvikudaga og föstudaga kl. 11:00 – 14:00.
- Mývatnssveit: Íþróttamiðstöðinni í Reykjahlíð, fimmtudaga kl. 11-14.
- Raufarhöfn: Skrifstofu Norðurþings, Aðalbraut 23, virka daga kl. 10:00 – 12:00, eða skv. samkomulagi.
- Kópasker: Skrifstofu Norðurþings, Bakkagötu 10, dagana 15., 27. og 29. nóvember kl. 10:00 – 16:00.
- Hrísey: Skrifstofu Akureyrarbæjar, Hlein, virka daga kl. 10:00 – 12:00.
- Grímsey: Skrifstofu kjörstjóra, Önnu Maríu Sigvaldadóttur, skv. samkomulagi.
Atkvæðagreiðsla á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum:
- Akureyri og nágrenni: Sjúkrahúsið á Akureyri, miðvikudaginn 27. nóvember, frá kl. 11:00.
Hafi sjúklingi á Sjúkrahúsinu á Akureyri verið ómögulegt að greiða atkvæði á ofangreindum tíma, gefst honum kostur á að greiða atkvæði á stofnuninni á kjördag, 30. nóvember, frá klukkan 12:00 til 12:30.
- Húsavík: Dvalarheimilið Hvammur, fimmtudaginn 21. nóvember kl. 10:30 – 12:00.
- Heilbrigðisstofnun Norðurlands, miðvikudaginn 20. nóvember kl. 10:30.
- Þórshöfn: Dvalarheimilið Naust, þriðjudaginn 19. nóvember, frá kl. 14:00.
- Siglufjörður: Heilbrigðisstofnun Norðurlands, fimmtudaginn 28. nóvember frá kl. 13:00
- Ólafsfjörður:
- Hornbrekka heimili aldraðra, miðvikudaginn 27. nóvember, frá kl. 13:00
- Dalvík: Dvalarheimilið Dalbær, miðvikudaginn 20. nóvember frá kl. 12:30
Sýslumaðurinn á Austurlandi
Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar á skrifstofum embættisins frá og með 15. nóvember 2024 sem hér segir:
- Egilsstaðir, Lyngás 15, virka daga frá kl. 9:00-17:00. Um helgar frá 10:00-13:00.
Á kjördag frá kl. 10:00-14:00. - Eskifjörður, Strandgata 52, virka daga frá kl. 9:00-17:00. Um helgar frá 10:00-13:00.
- Seyðisfjörður, Bjólfsgata 7, mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-15:00 en föstudaga kl. 9:00-14.00. Á kjördag frá kl. 14:00-16:00.
- Vopnafjörður, Lónabraut 2, mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-15:00 en föstudaga kl. 9:00-14:00. Um helgar frá 10:00-13:00. Á kjördag frá kl. 11:00 – 14:00.
- Hægt verður að kjósa á skrifstofu sveitarfélagsins Múlaþings á Djúpavogi og á Borgarfirði eystri frá og með mánudeginum 18. nóvember 2024 til og með 29. nóvember 2024 sem hér segir:
- Djúpivogur, Bakka 1, mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-14:00 en föstudaga kl. 10:00-12:00.
- Borgarfjörður eystri – Hreppstofa, mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-14:00 en föstudaga kl. 10:00-12:00.
Kjósendur skulu hafa meðferðis gild persónuskilríki (ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini). Unnt er að framvísa rafrænu ökuskírteini.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í umdæmi sýslumannsins á Austurlandi á sjúkrastofnunum innan umdæmisins fer fram sem hér segir:
- Miðvikudaginn 27. nóvember 2024, Hjúkrunarheimilið Dyngja, Egilsstöðum frá kl. 10:30-11:30.
Kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi ef kjósandi getur ekki sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun skv. 3. tl., 2. mgr. 69. gr. kosningalaga nr.112/2021. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans og hafa borist hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en kl. 10 tveimur dögum fyrir kjördag, sbr. 4.tl. 2. mgr. 69. gr. kosningalaga nr.121/2021.
Umsókn um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, skal berast eigi síðar en fimmtudaginn 28. nóvember kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst þann 7. nóvember.
Afgreiðslutími utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofum embættisins verður lengdur síðustu tvær vikur fyrir kosningar sem hér segir:
Hafnarbraut 36, Höfn í Hornafirði
- 25. – 27. nóvember. Opið kl. 9:00-16:00.
- 28. – 29. nóvember. Opið kl. 9:00-17:00.
- Kjördag, laugardaginn 30. nóvember. Opið kl. 10:00-14:00.
Ránarbraut 1, Vík í Mýrdal
- 25. – 28. nóvember. Opið kl. 09:00 – 16:00.
- 29. nóvember. Opið kl. 09:00 – 17:00.
- Kjördag, laugardaginn 30. nóvember. Opið kl. 10:00-13:00.
Austurvegi 6, Hvolsvelli
- 25. – 28. nóvember. Opið kl. 9:00-16:00.
- 29. nóvember. Opið kl. 9:00-18:00.
- Kjördag, laugardaginn 30. nóvember. Opið kl. 10:00-14:00.
Hörðuvöllum 1, Selfossi
- 18. – 22. nóvember. Opið kl. 9:00-17:00.
- Laugardaginn 23. nóvember. Opið kl. 10:00-12:00.
- 25. – 28. nóvember. Opið kl. 9:00-18:00.
- 29. nóvember. Opið kl. 9:00-20:00.
- Kjördag, laugardaginn 30. nóvember. Opið kl. 10:00-15:00.
Hægt er að kjósa utan kjörfundar á eftirtöldum stöðum í umdæminu, auk skrifstofa embættisins:
- Á skrifstofu sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn. Opnunartími kl. 9:00-12:00 og kl. 13:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga, föstudaga kl. 9:00-13:00.
- Á skrifstofu Hveragerðisbæjar við Breiðumörk, Hveragerði. Opnunartími mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-15:00 og föstudaga kl. 10:00-12:00.
- Á skrifstofu Hrunamannahrepps, Akurgerði 6, Flúðum. Opnunartími mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-15:00, föstudaga kl. 9:00-12:00.
- Á skrifstofu Bláskógabyggðar 2. hæð í Aratungu, Reykholti. Opnunartími mánudaga til fimmtudaga kl. 8:30-16:00, föstudaga kl. 8:30-12:30.
- Á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 4, Kirkjubæjarklaustri. Opnunartími mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-14:00, föstudaga kl. 9:00-12:00.
- Á heimili Pálínu Þorsteinsdóttur að Svínafelli 1 Suðurbæ, Öræfum. Opnunartími eftir samkomulagi. Sími 478 1760 og 894 1765.
Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki (ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini).
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í heimahúsi
Þeir sem eiga ekki heimangengt að greiða atkvæði á kjörstað á kjördag vegna sjúkdóms eða fötlunar, skulu skila beiðni um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi til embættisins, eigi síðar en kl. 10:00, fimmtudaginn 28. nóvember nk.
Umsóknir óskast sendar á netfangið sudurland@syslumenn.is eða lagðar fram á skrifstofum embættisins.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á sjúkrastofnunum og fangelsum í umdæmi sýslumannsins á Suðurlandi, fer fram sem hér segir:
Selfoss og nágrenni:
Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi,
sjúkra- og hjúkrunardeildir föstudaginn 29. nóvember 10:00-12:00.
Móberg, hjúkrunarheimili, föstudaginn 29. nóvember kl. 13:15-15:00.
Atkvæðagreiðslan er einungis ætluð þeim sem dvelja á viðkomandi stofnunum.
Atkvæðagreiðsla á kjördag í samræmi við 6. og 7. gr. reglugerðar nr. 446/2024
- Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi, kl. 10:00-11:00.
- Fangelsið Litla-Hrauni, Eyrarbakka, kl. 12:00-12:30.
- Fangelsið Sogni, Ölfusi, kl. 13:00-13:20.
Atkvæðagreiðslan er ætluð þeim sem dvelja á framangreindum stofnunum og gátu ekki greitt atkvæði á fyrir fram auglýstum tíma.
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga hófst þann 7. nóvember næstkomandi.
Mánudag 25. nóvember – föstudag 29. nóvember: kl. 9:15 – 17:00.
Laugardag 30. nóvember, kjördag : kl. 10:00 – 14:00.
Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki (ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini).
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á sjúkrastofnunum í umdæmi sýslumannsins í Vestmannaeyjum fer fram sem hér segir:
- Fimmtudaginn 28. nóvember kl. 13:00 á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum.
- Föstudaginn 29. nóvember kl. 14:00 á sjúkradeild HSu í Vestmannaeyjum.
Atkvæðagreiðslan er einungis ætluð þeim sem dvelja á viðkomandi stofnunum.
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hófst á skrifstofu sýslumannsins á Suðurnesjum að Vatnsnesvegi 33, Reykjanesbæ þann 7. nóvember.
Unnt verður að greiða atkvæði alla virka daga frá klukkan 08:30 til 19:00 og á laugardögum frá klukkan 10:00 til 14:00.
Á kjördag, 30. nóvember, verður opið fyrir kosningu hjá sýslumanni frá klukkan 10:00 til 14:00, en þann dag verða kjósendur sjálfir að koma atkvæði sínu til skila.
Einnig má kjósa utan kjörfundar á sveitarstjórnarskrifstofunni í Garði, frá og með 11. nóvember, á afgreiðslutíma skrifstofunnar, sjá nánar á heimasíðu Suðurnesjabæjar.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á sjúkrahúsum og hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra í umdæminu fer fram dagana 25. til 27. nóvember nk. skv. neðangreindu:
- Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þann 27. nóvember 2024, frá kl. 13:00 til 15:00 að Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ.
Hafi sjúklingi á HSS verið ómögulegt að greiða atkvæði á ofangreindum tíma, gefst honum kostur á að greiða atkvæði á stofnuninni á kjördag, 30. nóvember, frá klukkan 14:00 til l4:30.
Kjósandi, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, getur óskað þess að greiða atkvæði í heimahúsi. Umsókn studd vottorði þarf að hafa borist sýslumanni eigi síðar en kl. 10:00 þann 28. nóvember 2024.
Kjósendur skulu framvísa gildum persónuskilríkjum (ökuskírteini, vegabréfi eða nafnskírteini).
Kosning utan kjörfundar erlendis
Kjósendur þurfa að hafa samband við sendiráð eða ræðismann í viðkomandi landi til að vita hvar og hvenær er hægt að kjósa. Sýna þarf skilríki, til dæmis ökuskírteini eða vegabréf, þegar kosið er.
Hér má finna lista af íslenskum sendiráðum og ræðismönnum.
Ef kjósandi er í vafa um hvar og hvernig eigi að kjósa erlendis er best að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í gegnum hjalp@utn.is eða í síma +354 5459900.
Hver er minn kjörstaður?
Ef einstaklingur er í vafa um hvert hann ætti að fara að kjósa eða hvort hann sé á kjörskrá þá mun Þjóðskrá Íslands opna síðu þar sem viðkomandi getur nálgast þær upplýsingar um sig HÉR.
Framsókn hvetur alla þá sem komast ekki að kjósa þann 30. nóvember til að nýta sinn kosningarrétt og taka þátt í utankjörfundaratkvæðagreiðslunni. Hægt er að hafa samband við Framsókn á framsokn@framsokn.is til að fá nánari upplýsingar.
Hvert atkvæði skiptir okkur máli!