Categories
Fréttir

„Köstum ekki barninu út með baðvatninu“

Deila grein

22/02/2024

„Köstum ekki barninu út með baðvatninu“

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, ræddi í störfum þingsins mikilvæg skref ríkisstjórnarinnar í málefnum útlendinga og innflytjenda er hafa ekki alltaf verið stigin í takt. „Nú er hér í fyrsta skipti tekið heildstætt utan um verkefnið og það skiptir máli. Áherslan sem lögð er byggir á mannúð og mikilvægi þess að fjárfesta í fólki með markvissri afgreiðslu umsókna og inngildingu þeirra sem hér setjast að. Þessar aðgerðir eru í fullu samræmi við stefnu Framsóknar.“

„Ég vil fagna þeirri heildarsýn í málefnum útlendinga og innflytjenda sem ríkisstjórnin kynnti í gær ásamt aðgerðum til að ná markmiðum sem sett eru fram undir þeirri sýn. Á síðustu árum hafa verið stigin alla vega skref í málaflokknum en þau hafa ekki alltaf verið stigin í takt. Nú er hér í fyrsta skipti tekið heildstætt utan um verkefnið og það skiptir máli. Áherslan sem lögð er byggir á mannúð og mikilvægi þess að fjárfesta í fólki með markvissri afgreiðslu umsókna og inngildingu þeirra sem hér setjast að. Þessar aðgerðir eru í fullu samræmi við stefnu Framsóknar og þann málflutning sem sú sem hér stendur hefur staðið fyrir á þingi í tíu ár. Verkefnin sem sjónum er beint að skipta allar byggðir landsins máli,“ sagði Líneik Anna.

„Ég vil sérstaklega draga fram aðgengi að íslenskunni, ráðgjöf til starfsfólks skóla og umbætur við mat á menntun innflytjenda. Ég vil líka leggja áherslu á að við höfum víða góðan grunn undir þær aðgerðir sem sjónum er nú beint að. Sérstaklega vil ég vekja athygli á því sem framhaldsfræðslan hefur unnið að í meira en 20 ár, sennilega nær 25 árum, en þar hafa símenntunarmiðstöðvarnar sinnt íslenskukennslu og samfélagsfræðslu. Þær hafa unnið mikið frumkvöðlastarf og seinna kom Fræðslumiðstöð atvinnulífsins inn í verkefnið. Þær unnu frumkvöðlastarf þar sem skorti þekkingu og reynslu. Byggjum á þeirri vinnu sem þar hefur verið unnin til þessa.“

„Köstum ekki barninu út með baðvatninu,“ sagði Líneik Anna að lokum.


Ræða Líneikar Önnu í heild sinni á Alþingi:

„Virðulegi forseti. Ég vil fagna þeirri heildarsýn í málefnum útlendinga og innflytjenda sem ríkisstjórnin kynnti í gær ásamt aðgerðum til að ná markmiðum sem sett eru fram undir þeirri sýn. Á síðustu árum hafa verið stigin alla vega skref í málaflokknum en þau hafa ekki alltaf verið stigin í takt. Nú er hér í fyrsta skipti tekið heildstætt utan um verkefnið og það skiptir máli. Áherslan sem lögð er byggir á mannúð og mikilvægi þess að fjárfesta í fólki með markvissri afgreiðslu umsókna og inngildingu þeirra sem hér setjast að. Þessar aðgerðir eru í fullu samræmi við stefnu Framsóknar og þann málflutning sem sú sem hér stendur hefur staðið fyrir á þingi í tíu ár. Verkefnin sem sjónum er beint að skipta allar byggðir landsins máli. Ég vil sérstaklega draga fram aðgengi að íslenskunni, ráðgjöf til starfsfólks skóla og umbætur við mat á menntun innflytjenda. Ég vil líka leggja áherslu á að við höfum víða góðan grunn undir þær aðgerðir sem sjónum er nú beint að. Sérstaklega vil ég vekja athygli á því sem framhaldsfræðslan hefur unnið að í meira en 20 ár, sennilega nær 25 árum, en þar hafa símenntunarmiðstöðvarnar sinnt íslenskukennslu og samfélagsfræðslu. Þær hafa unnið mikið frumkvöðlastarf og seinna kom Fræðslumiðstöð atvinnulífsins inn í verkefnið. Þær unnu frumkvöðlastarf þar sem skorti þekkingu og reynslu. Byggjum á þeirri vinnu sem þar hefur verið unnin til þessa. Köstum ekki barninu út með baðvatninu.“