Categories
Fréttir

Umræðan um útlendingamál verður að vera málefnaleg og byggjast á staðreyndum

Deila grein

22/02/2024

Umræðan um útlendingamál verður að vera málefnaleg og byggjast á staðreyndum

Jóhann Friðrik Friðriksson, alþingismaður, ræddi í störfum þingsins heildaraðgerðir í málaflokki útlendingamála er ríkisstjórnin kynnti í vikunni þar sem höfð eru til grundvallar sjónarmið um skilvirkni, mannúð og inngildingu.

„Ég er sammála þessum aðgerðum enda ríma þær við stefnu Framsóknarflokksins í málaflokknum,“ sagði Jóhann Friðrik.

„Þetta er yfirgripsmikið og efni í langa ræðu en svo að ég minnist nú á nokkra þætti þá á þarna m.a. að efla virkni fólks af erlendum uppruna með menntabrú inn á vinnumarkað sem annast mat á menntun, eflingu raunfærnimats, starfstengda íslenskukennslu o.fl. Einnig verður afgreiðslutími umsókna um alþjóðlega vernd styttur í 90 daga að meðaltali á hvoru stjórnsýslustigi um sig. Aukin áhersla verður lögð á landamæraeftirlit með þeim sem fengið hafa endurkomubann. Ráðist verður í breytingar á regluverki á sviði verndarmála til samræmingar við löggjöf á Norðurlöndunum, m.a. með afnámi séríslenskra málsmeðferðarreglna. Áherslan verður á að tryggja að verndarkerfið þjóni fyrst og fremst þeim sem búa við hvað mesta neyð. Forgangsraða á móttöku flóttafólks og fjölskyldum í viðkvæmri stöðu sem ég er að sjálfsögðu sammála og þar verður horft til kvótaflóttafólks.“

„Það er alveg klárt að þegar gerðar voru nauðsynlegar breytingar á málaflokknum á síðasta þingi voru hér stjórnmálamenn sem studdu hvorki þær breytingar né virtust gera sér grein fyrir því hversu mikilvægt er að málaflokkurinn verði reglulega endurskoðaður. Við þurftum líka að sitja undir einu lengsta málþófi sögunnar. Ég hef ekki hugmynd um það hvort þeir flokkar sem greiddu atkvæði gegn því frumvarpi eða höfðu uppi stór orð séu að huga að einhvers konar stefnubreytingu. Það er bara þeirra mál.

Ég vil þó taka fram hversu mikilvægt það er að umræðan um málaflokkinn sé bæði málefnaleg og byggist á staðreyndum hér á næstu misserum,“ sagði Jóhann Friðrik að lokum.


Ræða Jóhanns Friðriks í heild sinni á Alþingi:

„Virðulegi forseti. Í gær kynnti ríkisstjórnin gríðarlega mikilvægar aðgerðir sem byggjast á því að horft verði á málaflokk útlendingamála á heildrænan hátt með skilvirkni, mannúð og inngildingu að leiðarljósi. Ég er sammála þessum aðgerðum enda ríma þær við stefnu Framsóknarflokksins í málaflokknum. Þetta er yfirgripsmikið og efni í langa ræðu en svo að ég minnist nú á nokkra þætti þá á þarna m.a. að efla virkni fólks af erlendum uppruna með menntabrú inn á vinnumarkað sem annast mat á menntun, eflingu raunfærnimats, starfstengda íslenskukennslu o.fl. Einnig verður afgreiðslutími umsókna um alþjóðlega vernd styttur í 90 daga að meðaltali á hvoru stjórnsýslustigi um sig. Aukin áhersla verður lögð á landamæraeftirlit með þeim sem fengið hafa endurkomubann. Ráðist verður í breytingar á regluverki á sviði verndarmála til samræmingar við löggjöf á Norðurlöndunum, m.a. með afnámi séríslenskra málsmeðferðarreglna. Áherslan verður á að tryggja að verndarkerfið þjóni fyrst og fremst þeim sem búa við hvað mesta neyð. Forgangsraða á móttöku flóttafólks og fjölskyldum í viðkvæmri stöðu sem ég er að sjálfsögðu sammála og þar verður horft til kvótaflóttafólks.

Virðulegi forseti. Það er alveg klárt að þegar gerðar voru nauðsynlegar breytingar á málaflokknum á síðasta þingi voru hér stjórnmálamenn sem studdu hvorki þær breytingar né virtust gera sér grein fyrir því hversu mikilvægt er að málaflokkurinn verði reglulega endurskoðaður. Við þurftum líka að sitja undir einu lengsta málþófi sögunnar. Ég hef ekki hugmynd um það hvort þeir flokkar sem greiddu atkvæði gegn því frumvarpi eða höfðu uppi stór orð séu að huga að einhvers konar stefnubreytingu. Það er bara þeirra mál. Ég vil þó taka fram hversu mikilvægt það er að umræðan um málaflokkinn sé bæði málefnaleg og byggist á staðreyndum hér á næstu misserum.“