Categories
Fréttir

Kynning á sveitarstjórnarfólki Framsóknar – Ásgerður K. Gylfadóttir

Deila grein

19/07/2019

Kynning á sveitarstjórnarfólki Framsóknar – Ásgerður K. Gylfadóttir

Á Hornafirði leiddi Ásgerður K. Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur og formaður bæjarráðs, lista Framsóknarmanna og stuðningsmanna þeirra í sveitarstjórnarkosningunum 2018. Ásgerður er 50 ára, fædd 10. desember 1968, í Hnífsdal í Ísafjarðardjúpi. Hún hefur búið á Höfn í Hornafirði frá árinu 2002 og „vil ég hvergi annars staðar búa“. Ásgerður er gift Jónasi Friðrikssyni rafvirkja, á þrjú börn á aldrinum 30 til 13 ára og einn sonarson sem er 6 ára.
Ásgerður er menntaður hjúkrunarfræðingur og starfaði sem hjúkrunarstjóri á hjúkrunarsviði hjá HSU Hornafirði. Í dag er hún hjúkrunarfræðingur í hlutastarfi en ekki hjúkrunarstjóri enda hefur pólitíkin tekið aukinn tíma frá öðru. Ásgerður er einnig leiðbeinandi í skyndihjálp og kennir jóga eldsnemma á morgnanna þegar flestum finnst best að sofa. Ásgerður hefur verið í bæjarráði, fræðslu- íþrótta- og tómstundanefnd og skipulagsnefnd auk þess sem hún gegndi embætti bæjarstjóra um tíma. Einnig situr Ásgerður í stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Ásgerður er á sínu þriðja kjörtímabili í bæjarstjórn og jafnframt er hún varaþingmaður Suðurkjördæmis frá 2017 og hefur tekið sæti á Alþingi í maí-júní 2018 og nóvember 2018 til mars 2019.

Af hverju áhugi á bæjarmálefnum?

„Ég vil búa í góðu og heilbrigðu samfélagi. Ég vil leggja mitt af mörkum til þess að gera gott samfélag fjölskylduvænt og skilvirkt. Tækifærin séu enn betri fyrir okkur sem hér búum og það það sé eftirsóknarvert fyrir aðra að setjast hér að, og það fyrir fólk á öllum aldri,“ segir Ásgerður.

Áherslumál Framsóknar og stuðningsmanna þeirra í Sveitarfélaginu Hornafirði

Við leggjum áherslu á að bæjarstjórinn, ásamt öðru forystufólki sveitarfélagsins, láti að sér kveða og tali máli sveitarfélagsins, þannig að eftir sé tekið á landsvísu. • Byggð verði upp öflug og opin stjórnsýsla með skýrum verkferlum. • Auka þátttöku íbúa í ákvarðanatöku með auknu íbúalýðræði og viðhorfskönnun meðal íbúa um ýmsa þætti í þjónustu sveitarfélagsins. • Sveitarfélagið verði eftirsóttur vinnustaður þar sem meðal annars er vel hugað að sí- og endurmenntun starfsmanna auk heilsueflandi þátta. • Lækka fasteignaskatta á heimili í sveitarfélaginu. • Sveitarfélagið eigi gott samstarf við hagsmunafélög atvinnugreina í heimabyggð. • Stutt verði dyggilega við rannsóknir, nýsköpun og þróun. • Haldið verði áfram uppbyggingu á tækjakosti Matarsmiðjunnar í samvinnu við fyrirtæki og einstaklinga. • Gerð verði könnun á húsnæðisþörf í sveitarfélaginu í heild, á meðal allra aldurshópa. • Nægt fé fáist til rannsókna á Grynnslunum. • Gerð verði verkáætlun um varanlega lausn á innsiglingunni með hliðsjón af rannsóknum. • Fylgt verði eftir samningi ríkis og sveitarfélagsins um uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis. • Stutt verði við frumkvöðla í menningarstarfsemi í sveitarfélaginu. • Sveitarfélagið verði í fararbroddi í loftslagsmálum og náttúruvernd.

Fréttir og greinar

„Njótum lífsins í náttúruperlum Suðausturlands“

„Að gegna stjórnunarstöðu og vera oddviti í bæjarstjórn auk annarra trúnaðarstarfa getur verið ansi tímafrekt. Því hef ég undanfarin ár unnið markvisst að því að njóta hverrar einustu stundar og einfalda líf mitt. Liður í því var að skella mér í yogakennaranámYoga, núvitund og hugleiðsla er mín leið til að hlaða mig orku og krafti.
Fjölskyldan er nú orðin nokkuð vön því að ég hlaupi milli funda eða sé á flakki milli landshluta vegna starfa minna en ferðalög og útivist með þeim innan lands og utan eru bestu stundirnar sem við erum alltaf að reyna að fjölga,“ segir Ásgerður.
„Í sumar setjum við fókusinn sérstaklega á nærumhverfið og njótum lífsins í náttúruperlum Suðausturlands.“
 

Ljósmynd: Ásgerður K. Gylfadóttir, við  Svartafoss í Skaftafelli í  Vatnajökulsþjóðgarði, sem er nú kominn á heimsminjaskrá UNESCO.