Categories
Fréttir

„Get­ur ekki leng­ur beðið í tækni­leg­um öngstræt­um stjórn­sýsl­unn­ar“

Deila grein

19/07/2019

„Get­ur ekki leng­ur beðið í tækni­leg­um öngstræt­um stjórn­sýsl­unn­ar“

Land er og hef­ur verið auðlind í aug­um Íslend­inga frá upp­hafi byggðar og bera marg­ar af Íslend­inga­sög­un­um þess merki að bar­átta um land og eign­ar­hald á því hafi verið einn af megin­á­steyt­ings­stein­um í gegn­um sögu okk­ar. Þetta segir Jón Björn Hákonarson, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Fjarðabyggðar og rit­ari Fram­sókn­ar, í grein í Morgunblaðinu 18. júlí sl.
Frá landnámsöld hefur það verið metnaður Íslendinga að það sé skýrt hvað landeigendur eiga með rétti, segir Jón Björn. „Skap­ast hef­ur mik­il umræða í kjöl­far upp­kaupa bresks auðmanns á jörðum í Vopnafirði og Norður-Þing­eyj­ar­sýslu, þar sem búið er að kaupa upp allt að því heilu laxveiðiárn­ar og vatna­svæði þeirra. Hef­ur því eðli­lega fylgt mik­il gagn­rýni á laga­setn­ingu og þann ramma sem skapaður hef­ur verið vegna jarðakaupa á Íslandi í kjöl­far breyt­inga á jarðalög­un­um sem gerð voru í upp­hafi þess­ar­ar ald­ar. Þá hef­ur hluti af gagn­rýni þeirri sem komið hef­ur fram vegna inn­leiðing­ar orkupakka þrjú, hér á landi, einnig snúið að eign­ar­haldi á auðlind­um og vatns­rétt­ind­um á Íslandi.“
„Nauðsyn­legt er því í þessu ljósi að fara að styrkja þær stoðir sem snúa að laga­setn­ingu vegna búj­arða og slíkt get­ur ekki leng­ur beðið í tækni­leg­um öngstræt­um stjórn­sýsl­unn­ar eins og verið hef­ur síðustu ár. Jarðalög­um þarf að breyta þannig að hægt sé að setja ákveðnar regl­ur varðandi eign­ar­hald á jörðum og að ekki sé hægt að selja auðlind­ir okk­ar úr landi,“ segir Jón Björn.