Categories
Greinar

Sterkari staða námsmanna eflir samfélagið

Deila grein

19/07/2019

Sterkari staða námsmanna eflir samfélagið

Í Sam­fé­lags­sátt­mála Rous­seaus er fjallað um ein­kenni góðs stjórn­ar­fars. Fram kem­ur að ef íbú­um þjóðrík­is fjölg­ar og þeir efl­ast sem ein­stak­ling­ar væri um að ræða skýra vís­bend­ingu um gott stjórn­ar­far. Ísland hef­ur á síðustu öld borið gæfu til þess að upp­fylla þessi skil­yrði, þ.e. fjölg­un íbúa, auk­in tæki­færi fyr­ir ein­stak­linga ásamt því að þjóðar­tekj­ur hafa hækkað. Hins veg­ar þurf­um við stöðugt að vera á tán­um og til­bú­in til að styrkja grunnstoðir sam­fé­lags­ins.

Sam­keppn­is­hæfni auk­in

Ný­verið voru kynnt frum­varps­drög um Stuðnings­sjóð ís­lenskra náms­manna (SÍN), nýtt náms­styrkja- og lána­kerfi. Lánsþegum hjá Lána­sjóði ís­lenskra náms­manna hef­ur fækkað veru­lega á und­an­förn­um árum á sama tíma og marg­ir ís­lensk­ir náms­menn á Norður­lönd­um kjósa frek­ar að taka lán hjá nor­ræn­um lána­sjóðum en þeim ís­lenska. Auka þarf sam­keppn­is­hæfni ís­lenska kerf­is­ins, því ann­ars er hætta á spekileka vegna þessa, þ.e. að nem­ar hugi frek­ar að því að setj­ast að þar sem þeir hafa fjár­hags­leg­ar skuld­bind­ing­ar.

30% niður­fell­ing náms­lána

Með nýju frum­varpi munu lánþegar sem ljúka próf­gráðu inn­an til­greinds tíma geta fengið náms­styrk sem nem­ur 30% af höfuðstóli náms­láns. Þetta er grund­vall­ar­breyt­ing frá nú­ver­andi kerfi sem mun gera stuðning við náms­menn skýr­ari og jafn­ari. Í nú­ver­andi kerfi felst styrk­ur­inn í niður­greidd­um vöxt­um og af­skrift­um náms­lána en hon­um er mjög mis­skipt milli náms­manna. Stærst­ur hluti styrks­ins hef­ur farið til þeirra náms­manna sem taka hæstu náms­lán­in og fara seint í nám. Á sama tíma eru þeir sem hefja nám ung­ir og taka hóf­legri náms­lán lík­legri til að fá eng­ar af­skrift­ir. Nýtt frum­varp mun breyta þessu en að auki munu náms­menn njóta bestu vaxta­kjara sem rík­is­sjóði Íslands bjóðast á lána­mörkuðum að viðbættu lágu álagi.

Barna­styrk­ir í stað lána

Önnur grund­vall­ar­breyt­ing sem felst í frum­varp­inu er styrk­ur vegna barna. Í nú­ver­andi náms­lána­kerfi er lánað fyr­ir fram­færslu barna en með nýju fyr­ir­komu­lagi geta lánþegar fengið styrk vegna slíkr­ar fram­færslu. Mark­miðið með barna­styrkn­um er að jafna aðstöðu lánþega sem eiga börn og annarra lánþega. Gert er ráð fyr­ir að styrk­ur til fram­færslu hvers barns sé í sam­ræmi við náms­tíma náms­manns að há­marki 96 mánuðir. Styrk­ur­inn kem­ur til viðbót­ar við 30% niður­fell­ing­una sem náms­mönn­um býðst við lok próf­gráðu á til­sett­um tíma.

Nýja frum­varpið boðar rót­tæka breyt­ingu á nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi sem mun stuðla að sterk­ari stöðu náms­manna og mun fjöl­skyldu­vænna um­hverfi. Mark­mið allra stjórn­valda á að vera að styrkja sam­fé­lagið sitt, þannig að það sé eft­ir­sókn­ar­vert til bú­setu. Frum­varps­drög til nýrra laga um Stuðnings­sjóð ís­lenskra náms­manna er liður í því að efla sam­fé­lagið okk­ar.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. júlí 2019.