Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknar, tók þátt í að minna á alþjóðadag mannréttinda (International Human Rights Day) ásamt Nick Clegg, Shirin Ebadi og fleiri forystumönnum frjálslyndra flokka á vef Liberal International í dag. Sameinuðu þjóðirnar stofnuðu til Alþjóðadags mannréttinda árið 1950 til að vekja athygli á Mannréttindayfirlýsingunni og efla baráttu fyrir mannréttindum í heiminum.
Sigmundur Davíð minnti á að í dag heiðrar fólk um allan heim minningu Nelson Mandela, sem í lifanda lífi varð eitt af helstu táknum baráttunnar fyrir mannréttindum í heiminum, og hvatti til þess að minning hans yrði þeim sem eftir lifa hvatning til að gefast aldrei upp í baráttunni fyrir því að allir jarðarbúar fái notið mannréttinda, frelsis og réttlætis.
Lesa má hvatningu Sigmundar Davíðs og ummæli annarra á vef Liberal International.
Categories
Leiðtogar frjálslyndra flokka minna á alþjóðadag mannréttinda
10/12/2013
Leiðtogar frjálslyndra flokka minna á alþjóðadag mannréttinda