Categories
Fréttir

„Liður í að skapa störf bæði í bráð og lengd“

Deila grein

20/04/2020

„Liður í að skapa störf bæði í bráð og lengd“

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, segir að samvinnuverkefni (PPP) í samgöngum hafa verið til umfjöllunar á Alþingi sem hluta af samgönguáætlun, tvo síðustu þingvetra. „Við afgreiðslu samgönguáætlunar fyrir ári síðan var samþykkt (með auknum meirihluta án mótatkvæða) að fela samgönguráðherra að útfæra leiðir til að auka fjármagn í til vegasamgangna og þar á meðal þessa leið. (38 já, 18 greiddu ekki atkv., 7 fjarstaddir).“ Þetta kemur fram í færslu hennar á Facebook.
„Þar fékk samgönguráðherra skýr skilaboð Alþingis um að útfæra leiðina og leggja útfærsluna fyrir Alþingi – í dag átti að mæla fyrir málinu til að tryggja að það kæmist til umsagnar í samfélaginu. Umfjöllun tryggir að ólík sjónarmið varðandi málið komi fram og Alþingi geti fjallað um það þegar regluleg þingstörf hefjast aftur.
Verkefnin sem tilgreind eru í tillögunni eru:

a. Hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá.
b. Hringvegur um Hornafjarðarfljót.
c. Axarvegur.
d. Tvöföldun Hvalfjarðarganga.
e. Hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli.
f. Sundabraut.

Sum gætu hafist í ár og orðið mikilvægur liður í að skapa störf bæði í bráð og lengd, sagði Líneik Anna.