Fjölmennur félagsfundur í Framsóknarfélag Þingeyinga á Húsavík samþykkti einróma tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista Framsóknar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Norðurþingi.
Gunnlaugur Stefánsson forseti bæjarstjórnar leiðir listann en bæjarfulltrúarnir Soffía Helgadóttir og Hjálmar Bogi Hafliðason skipa 2. og 3. sætið og ný á listanum í næstu 5 sætum eru Hróðný Lund, hjúkrunarfræðingur, Gunnar Páll Baldursson, hafnarvörður, Anný Peta Sigmundsdóttir, sálfræðingur, Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri og Áslaug Guðmundsdóttir, íþróttakennari. Jón Grímsson, núverandi bæjarfulltrúi skipar heiðurssæti listans.
Listann skipa eftirtaldir:
- Gunnlaugur Stefánsson, forseti bæjarstjórnar og framkvæmdastjóri, Húsavík
- Soffía Helgadóttir, bæjarfulltrúi og hagfræðingur, Húsavík
- Hjálmar Bogi Hafliðason, bæjarfulltrúi og kennari, Húsavík
- Hróðný Lund, hjúkrunarfræðingur, Húsavík
- Gunnar Páll Baldursson, hafnarvörður, Raufarhöfn
- Anný Peta Sigmundsdóttir, sálfræðingur, Húsavík
- Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri, Kópasker
- Áslaug Guðmundsdóttir, íþróttakennari, Húsavík
- Aðalsteinn Júlíusson, lögreglumaður, Húsavík
- Sigríður Benediktsdóttir, bankaritari, Kópasker
- Anna Björg Lindberg Pálsdóttir, tómstundafulltrúi, Húsavík
- Hjörvar Gunnarsson, nemi, Húsavík
- Aðalsteinn J. Halldórsson, stjórnsýslufræðingur, Húsavík
- María Guðrún Jónsdóttir, verkakona, Húsavík
- Anna Sigrún Mikaelsdóttir, formaður FEBH, Húsavík
- Birna Björnsdóttir, varabæjarfulltrúi og kennari, Raufarhöfn
- Jónína Á. Hallgrímsdóttir, fyrrv. sérkennari, Húsavík
- Jón Grímsson, bæjarfulltrúi, Kópasker
Listann skipa átta karlar og tíu konur. Í efstu fjórtán sætum er jafnt kynjahlutfall. Framsóknarflokkurinn er með fjóra fulltrúa í bæjarstjórn í dag.
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.