Categories
Fréttir

„Með æðruleysi, kjarki og dugnaði komumst við í gegnum þessa tímabundu erfileika“

Deila grein

25/03/2020

„Með æðruleysi, kjarki og dugnaði komumst við í gegnum þessa tímabundu erfileika“

„Við Íslendingar höfum oft staðið frammi fyrir erfiðum verkefnum, og COVID -19 faraldurinn er eitt þeirra. Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á daglegt líf okkar allra og við munum öll þurfa að fórna einhverju á næstu vikum og mánuðum. Um helgina kynntum við umfangsmiklar aðgerðir sem munu veita öflugt mótvægi vegna þeirra áhrifa sem faraldurinn mun hafa á efnahag heimila og fyrirtækja,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í yfirlýsingu á Facebook í dag.

„Með æðruleysi, kjarki og dugnaði komumst við í gegnum þessa tímabundu erfileika. Pössum upp á þá sem standa okkur næst, nýtum tæknina til samskipta og pössum að rækta líkama og sál eins og við getum.
Og munum – við klárum þetta saman!“