Categories
Fréttir

Miðjuflokkar Norðurlandaráðs funduðu á Íslandi

Deila grein

16/08/2013

Miðjuflokkar Norðurlandaráðs funduðu á Íslandi

Sumarfundur flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði fór fram á Hilton Reykjavík Nordica dagana 14. og 15. ágúst
Á sumarfundi Flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði í Reykjavík í gær samþykkti flokkahópurinn einhuga að Björt framtíð fengju aðild að flokkahópi miðjumanna í Norðurlandaráði.
Aðaláhersla fundarins var á réttindi barna og úrbætur á því sviði en einnig kynntu fundarmenn sér endurnýtanlega orku og skipulag almannavarna á Íslandi.
Fundinn sóttu 14 norrænir þingmenn. Heimsóttu þeir meðal annars Samhæfingamiðstöð Almannavarna þar sem Víðir Reynisson deildarstjóri almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra og Guðmundur Fylkisson varðastjóri kynntu skipulag og verklag almannavarna á Íslandi.
Einnig heimsótu þeir Barnahús sem var hið fyrsta sinnar tegundar á Norðurlöndum þegar það tók til starfa árið 1998 en Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Þá hittu þingmennirnir Margréti Maríu Sigurðardóttir umboðsmann barna sem upplýsti fundarmenn um stöðu mála hvað varðar réttindi barna hér á landi og einnig Söndru Gísladóttur og Frímann Sigurðsson frá Hinu húsinu sem kynntu starfsemi þess.
Í fyrradag heimsóttu þeir Carbon Recycling International (CRI) á Reykjanesi, (CRI) fangar CO2 frá iðnaðarútblæstri og breytir því í hreint vistvænt metanól (RM). Carbon Recycling International er tilnefnt til umhverfisverðlauna Norðurlandaráð nú í ár. Sjá: https://www.norden.org/is/a-doefinni/frettir/einn-thessarra-hlytur-natturu-og-umhverfisverdlaun-nordurlandarads-arid-2013 .
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda og Eygló Harðardóttir félags og húsnæðismálaráðherra funduðu svo seinnipartinn í gær með þingmönnunum.
 
 
 
 
 
 
 
 
Í flokkahópi miðjumanna í Norðurlandaráði sitja fulltrúar og varafulltrúar Norðurlandanna og Færeyja, Grænlands og Álandseyja, sem tilheyra 25 frjálslyndum miðjuflokkum, grænum og kristilegum demókrataflokkum, Flokkahópurinn er næst stærstur fimm flokkahópa í Norðurlandaráði og mæta
14 þingmenn hópsins á fundinn í Reykjavík.