Categories
Fréttir

Mikil endurnýjun á lista Framsóknar í Grindavík

Deila grein

30/03/2022

Mikil endurnýjun á lista Framsóknar í Grindavík

Á félagsfundi í kvöld var samþykkt samhljóða tillaga uppstillinganefndar að lista Framsóknar til sveitastjórnarkosninga í Grindavík í vor.

Uppstillinganefnd hefur verið að störfum síðustu vikurnar þar sem viðtöl voru tekin við frambjóðendur í öllum efstu sætum ásamt því sem rætt var við félagsmenn og kjósendur. Niðurstaðan var sú að Ásrún Helga Kristinsdóttir kennari skipar 1. sæti listans og Sverrir Auðunsson framkvæmdastjóri skipar 2. sæti listans.

Fólk sem er tilbúið að leggja á sig vinnu til að gera samfélagið okkar betra

„Ég er sérstaklega spennt fyrir að vinna með þessum sterka lista. Ég veit að hér er fólk sem er tilbúið að leggja á sig vinnu til að gera samfélagið okkar betra. Bæði fólk á listanum og líka fólk sem er til hliðar við hann. Við erum með gott og sterkt lið og ætlum okkar að spila sókn og hafa gaman af kosningabaráttunni,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, nýkjörinn oddviti Framsóknar í Grindavík.

Árangur er ekki eins manns verk

„Árangur er ekki eins manns verk og er því gaman að tilheyra góðum hóp sem hefur samvinnu og sameiginlega sýn á að taka þátt í að betrumbæta samfélagið okkar í Grindavík,“ segir Sverrir Auðunsson er skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Grindavík

Listi Framsóknar í Grindavík 2022:

  1. Ásrún Helga Kristinsdóttir,  kennari, 47 ára
  2. Sverrir Auðunsson, framkvæmdastjóri, 46 ára
  3. Rannveig Jónína Guðmundsdóttir – kennari, 37 ára
  4. Viktor Guðberg Hauksson – rafvirki og knattspyrnumaður, 21 árs
  5. Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson, sölustjóri heildsölu, 34 ára
  6. Sigurveig Margrét Önundardóttir, sérkennari, 46 ára
  7. Valgerður Jennýjardóttir, leiðbeinandi, 37 ára
  8. Þórunn Erlingsdóttir, íþróttafræðingur, 40 ára
  9. Páll Jóhann Pálsson, útvegsbóndi, 64 ára
  10. Hólmfríður Karlsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, 41 árs
  11. Hilmir Kristjánsson, sjúkraþjálfaranemi, 25 árs
  12. Klara Bjarnadóttir, rekstrarstjóri, 45 ára
  13. Gunnar Vilbergsson, eldri borgara, 76 ára
  14. Bjarni Andrésson, vélstjóri, 72 ára