Categories
Fréttir

Mik­il­væg­asta sam­fé­lags­verk­efnið á þess­um tíma­punkti er að tryggja að skólastarf rask­ist sem minnst

Deila grein

11/03/2020

Mik­il­væg­asta sam­fé­lags­verk­efnið á þess­um tíma­punkti er að tryggja að skólastarf rask­ist sem minnst

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar, segir í yfirlýsingu í gær að rétt viðbrögð ráði mestu um áhrif áfalla. „Yfirvofandi hættu þarf að mæta með mikilli röggsemi, en einnig er mikilvægt er að horfa á samhengi hlutanna svo fyrstu viðbrögð verði ekki þau einu. Fyrsta skrefið í baráttunni við kórónaveiruna sem orsakar COVID-19 snýr að heilsuvernd, enda nauðsynlegt að hefta útbreiðslu hennar.“

Mennta­kerfið: Kennsla held­ur áfram
„Eitt mik­il­væg­asta sam­fé­lags­verk­efnið á þess­um tíma­punkti er að tryggja að skólastarf rask­ist sem minnst. Skóla­stjórn­end­ur og kenn­ar­ar hafa sýnt mikla yf­ir­veg­un við þess­ar óvenju­legu aðstæður, þar sem mark­miðið er að halda uppi starf­sem­inni eins lengi og unnt er. Í upp­færðum áætl­un­um skól­anna er gert ráð fyr­ir ýms­um aðstæðum; hlut­verki kenn­ara í fjar­kennslu og heima­námi ef sam­komu­bann tek­ur gildi, líðan nem­enda og stuðningi við þá sem mest þurfa á að halda. Von­andi þarf ekki að grípa til þeirra aðgerða sem hafa verið und­ir­bún­ar, en það er mjög traust­vekj­andi að vita af þeirri und­ir­bún­ings­vinnu sem þegar hef­ur verið unn­in,“ segir Lilja Dögg í grein í Morgunblaðinu í gær.

Vet­ur­inn er að hopa og fram und­an eru jafn­dæg­ur að vori. Ég er sann­færð um að í sam­ein­ingu náum við tök­um á COVID-19. Við verðum að for­gangsraða í þágu sam­fé­lags­ins, því eins og John Stu­art Mill sagði: „Þegar til lengd­ar læt­ur, velt­ur gildi rík­is­ins á mann­gild­um þegn­anna.“