Categories
Fréttir

Mikilvægt er að rödd kvenna heyrist

Deila grein

11/08/2016

Mikilvægt er að rödd kvenna heyrist

logo-lfk-gluggiLandssamband framsóknarkvenna (LFK) vill hvetja konur til þess að gefa kost á sér á lista fyrir Framsókn í komandi kosningum. Mikilvægt er að rödd kvenna heyrist ásamt því að konur eru afar mikilvægar fyrirmyndir. Framsókn hefur verið leiðandi í kynjajafnrétti og við viljum halda því áfram þar sem sýnileiki kvenna eykur líkur á að gildi og viðhorf beggja kynja gefi farsælli sókn til framtíðar.
Einnig vill LFK vekja athygli á að í grein 15.8 í lögum flokksins segir: „Við skipan í trúnaðar- og ábyrgðarstöður innan flokksins sem og við val á framboðslista hans skal hlutur hvors kyns ekki vera lægri en 40% nema þegar gagnsæjar og augljósar ástæður eru því til fyrirstöðu. Jafnréttisnefnd og LFK skulu eftir þörfum vera til ráðgjafar um að ná markmiði þessu fram.“