Categories
Fréttir

Munum bregðast við hratt og örugglega!

Deila grein

12/12/2019

Munum bregðast við hratt og örugglega!

Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar, segir í yfirlýsingu í dag að ríkisstjórnin muni ræða atburði síðustu daga á fundi sínum á morgun föstudag. Sigurður Ingi minnir á hvað maðurinn eigi sér lítils gagnvart náttúruöflunum. Óveðrið sem gekk yfir landið dró fram veikleika í kerfum okkar sem verði að bregðast við hratt og örugglega.
„Við verðum að fara vel yfir þann viðbúnað sem þarf að vera fyrir hendi, bæði hvað varðar raforkukerfið, þjónustulið Vegagerðarinnar og öryggi fjarskiptakerfisins. Það er hagsmunamál landsins alls en ekki síður stórkostlegt lífsgæðamál fyrir íbúa byggðanna,“ segir Sigurður Ingi.
„Ég mun sem byggðamálaráðherra leggja alla áherslu á að allir íbúar landsins búi við öryggi.“