Categories
Fréttir

„Norðurlandaráð sammála okkur Íslendingum“

Deila grein

19/03/2014

„Norðurlandaráð sammála okkur Íslendingum“

Sigurður Ingi JóhannssonNýgerður samningur Norðmanna, Færeyinga og Evrópusambandsins um veiðar á makríl er gagnrýndur af Umhverfis- og auðlindanefnd Norðurlandaráðs sökum þess að veiðarnar séu langt frá því að geta talist sjálfbærar þar sem að þær heimili langtum meiri veiðar en veiðiráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins ICES kveður á um. 
„„Ráðið gagnrýnir að í samningnum sé gert ráð fyrir veiðum sem séu langt frá því að geta talist sjálfbærar, þar sem þær heimili langt um meiri veiðar en veiðiráðgjöf” – Norðurlandaráð sammála okkur Íslendingum – það er ánægjulegt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson á facebook síðu sinni.
Sjúrdur Skaale talsmaður nefndarinnar segir það algert grundvallaratriði að fiskveiðiþjóðir haldi sig við veiðiráðgjöf. Það sé mikilvægt að strandríkin öll nái samkomulagi sín á milli um ákvörðun heildarafla og skiptingu hans. Í ljósi þess að of oft komi upp ágreiningur um þessi mál þá sé það jafnframt mikilvægt að ríkin sem hlut eigi að máli  komi sér saman um traustan lagalegan grundvöll til að byggja á ákvarðanir um veiðar á uppsjávarfiski og flökkustofnum.
Sjá frétt á síðu Norðurlandaráðs
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.