41. Sambandsþing Ungra Framsóknarmanna var haldið 19. mars á Akureyri og gekk þingið fram úr björtustu vonum. Ný stjórn var kjörin ásamt nýjum formanni. Nýr formaður SUF er Páll Marís Pálsson, 18 ára Kópavogsbúi og er hann yngsti kjörni formaður SUF frá upphafi. Hann hefur mikla reynslu af félagsmálum, bæði innan flokksins sem og utan hans. Hann stundar nám í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ (FG).
Páll Marís hefur tekið að sér hin ýmsu félagsstörf og má þar nefna að hann hefur setið í nemendaráði FG sem og verið kjörinn formaður Nýnemaráðs á sínu fyrsta ári þar, tók við forseta nemendafélagsins í apríl á síðasta ári og situr í skólanefnd Garðarbæjar. Hann á einnig sæti í forvarnar- og frístundarnefnd Kópavogsbæjar fyrir hönd Framsóknar í Kópavogi.
Aðrir í aðalstjórn SUF 2016-2017 eru:
Gunnar Þórólfsson – Norðaustur
Tanja Rún Kristmannsdóttir – Norðaustur
Gauti Geirsson – Norðvestur
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir – Norðvestur
Róbert Smári Gunnarsson – Norðvestur
Elka Hrólfsdóttir – Reykjavík
Magnús Arnar Sigurðarson – Reykjavík
Ármann Örn Friðriksson – Suður
Fjóla Hrund Björnsdóttir – Suður
Sandra Rán Ásgrímsdóttir – Suður
Ágúst Bjarni Garðarsson – Suðvestur
Guðmundur Hákon Hermannsson – Suðvestur
Á þinginu var ályktað um mörg mikilvæg mál til að stuðla að bættu samfélagi.
Meðal helstu áhersluatriða SUF er opinber stuðningur við hugmyndir Sigmundar um að flytja Landsspítalann á Vífilstaði, stofnun heimavistar fyrir framhaldsskóla- nema sem flytja til höfuðborgarsvæðisins til að stunda nám og að LÍN skuli horfa til Norðurlandanna varðandi afskriftir á námslánum, allt að 30% ef nám er klárað á tilsettum tíma.
Nýtt sjúkrahús á Vífilsstöðum
„Ungt Framsóknarfólk fagnar hugmyndum Sigmundar Davíðs varðandi staðsetningu nýs Landspítala og hvetur stjórnvöld til byggingar nýs spítala á Vífilstöðum. Við teljum að það sé mikilvægt að hefja byggingu nýs spítala strax þar sem að núverandi aðstæður spítalans setur líf fólks í hættu. Nýr og fullkominn spítali byggður frá grunni er mikilvægt fyrir heilbrigðisöryggi landsmanna. Nauðsynlegt er að standa vörð um þessa grunnstoð samfélagsins sem þjónusta Landspítalans veitir.“
Bág staða námsmanna af landsbyggðinni
„Ungt Framsóknarfólk leggur til að stofnað verði sameiginleg heimavist framhaldskóla á höfuðborgarsvæðinu. Leita þarf úrræða fyrir þennan hóp þar sem hann hefur verið utanveltu í kerfinu.“
Nýtt og betra lánafyrirkomulag
„Ungt Framsóknarfólk ítrekar fyrri ályktanir um uppstokkun LÍN. Horfa skuli til Norðurlandanna varðandi afskriftir á námslánum, allt að 30% ef nám er klárað á tilsettum tíma.“
Categories
Nýr formaður SUF, Páll Marís Pálsson
21/03/2016
Nýr formaður SUF, Páll Marís Pálsson