Categories
Fréttir

Nýr formaður SUF Sandra Rán Ásgrímsdóttir

Deila grein

20/02/2017

Nýr formaður SUF Sandra Rán Ásgrímsdóttir

42. Sambandsþing Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) var haldið 17.-18. febrúar í Kópavogi og gekk þingið fram úr björtustu vonum. Ný stjórn var kjörin ásamt nýjum formanni. Nýr formaður SUF Sandra Rán Ásgrímsdóttir er 26 ára sjálfbærniverkfræðingur. Sandra Rán er fimmta konan til að gegna embætti formanns SUF í 79 ára sögu sambandsins.
Sandra Rán útskrifaðist með B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands 2013 og meistaragráðu í sjálfbærniverkfræði frá háskólanum í Cambridge 2015. Hún starfar í dag sem verkfræðingur. Sandra er fædd og uppalin á Höfn í Hornafirði en hefur búið í Reykjavík og erlendis frá 2010. Hún hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum innan SUF síðustu ár, verið ritari, gjaldkeri og formaður alþjóðanefndar. Hún hefur sótt viðburði erlendis fyrir sambandið og er varaformaður Ungliðahreyfingar norrænna miðjuflokka (NCF). Þá á hún sæti í miðstjórn og hefur verið á framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi í síðustu tvennum þingkosningum.
Aðrir sem voru kosnir í aðastjórn SUF á nýliðnu þingi eru eftirfarandi:
Páll Marís Páls­son – Suðvestur 
Guðmund­ur Há­kon Her­manns­son – Suðvestur
Fjóla Hrund Björns­dótt­ir – Suður
Lilja Rann­veig Sig­ur­geirs­dótt­ir – Norðvestur
Hinrik Bergs­son – Reykjavík
Ró­bert Smári Gunn­ars­son – Norðvestur
Snorri Eld­járn Hauks­son – Norðaustur 
Tanja Rún Krist­manns­dótt­ir – Norðaustur
Bjarni Dag­ur Þórðar­son – Suðvestur
Gauti Geirs­son – Norðvestur
Hild­ur Guðbjörg Bene­dikts­dótt­ir – Suður
Marta Mirjam Krist­ins­dótt­ir – Reykjavík
Málefnaályktanir SUF 2017