Categories
Fréttir

„Öflug forysta í menntamálum og málefnum barna skiptir máli“

„Stöðumatið er verkfæri sem skólakerfið hefur lengi kallað eftir til að kortleggja námsstöðu nemenda sem koma inn í íslenskt skólakerfi á mismunandi tímum skólagöngunnar. Stýrihópur hefur unnið stöðumatið að sænskri fyrirmynd og mun fylgja innleiðingu eftir með kynningu, leiðsögn og áframhaldandi þróun. Matið getur nýst grunnskólum og framhaldsskólum og unnið er að útfærslu fyrir leikskóla. Verkefnið miðar að því að bregðast sem fyrst við námsþörfum nýrra nemenda, byggja á styrkleikum þeirra og efla námshæfni með markvissri íhlutun á fyrstu stigum í skólagöngu í nýju landi. Stöðumatið er fyrir einstaklinga og skólasamfélagið í heild og er nú aðgengilegt á 40 tungumálum á vef Menntamálastofnunar. Hitt verkefnið er samstarfsverkefni til þriggja ára um að efla íslenskukunnáttu og styrkja sjálfsmynd barna í Fellahverfi,“ segir Líneik Anna.

Deila grein

21/01/2021

„Öflug forysta í menntamálum og málefnum barna skiptir máli“

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, segir öfluga forystu í menntamálum og í málefnum barna skipti máli til að koma þróunarverkefnum til framkvæmda. Í störfum þingsins á Alþingi í gær nefndi hún sem dæmi annars vegar stöðumat fyrir nemendur af erlendum uppruna og hins vegar verkefnið Tækifæri fyrir alla: Frábært skólastarf í Fellahverfi. Líneik Anna segir þessi verkefni munu skipta gríðarmiklu máli fyrir þróun íslensks samfélags og aðgang nemenda af erlendum uppruna að menntun og tækifærum hér á landi.

„Stöðumatið er verkfæri sem skólakerfið hefur lengi kallað eftir til að kortleggja námsstöðu nemenda sem koma inn í íslenskt skólakerfi á mismunandi tímum skólagöngunnar. Stýrihópur hefur unnið stöðumatið að sænskri fyrirmynd og mun fylgja innleiðingu eftir með kynningu, leiðsögn og áframhaldandi þróun. Matið getur nýst grunnskólum og framhaldsskólum og unnið er að útfærslu fyrir leikskóla. Verkefnið miðar að því að bregðast sem fyrst við námsþörfum nýrra nemenda, byggja á styrkleikum þeirra og efla námshæfni með markvissri íhlutun á fyrstu stigum í skólagöngu í nýju landi. Stöðumatið er fyrir einstaklinga og skólasamfélagið í heild og er nú aðgengilegt á 40 tungumálum á vef Menntamálastofnunar. Hitt verkefnið er samstarfsverkefni til þriggja ára um að efla íslenskukunnáttu og styrkja sjálfsmynd barna í Fellahverfi,“ segir Líneik Anna.

„Þessi verkefni sýna hvernig ríki og sveitarfélög geta unnið saman að skólamálum þó að ábyrgðinni á verkefninu sé deilt milli stjórnsýslustiga. Verkefnin eiga eftir að nýtast öllum skólum landsins. Öflug forysta í menntamálum og málefnum barna skiptir máli til að koma þróunarverkefnum af þessu tagi til framkvæmda. Ég fagna þessari vinnu mjög. Við svona fréttir klæjar mig eiginlega í puttana að fá tækifæri til að vinna með þessi tæki í skólastarfi,“ sagði Líneik Anna.