Categories
Fréttir

Ólafsstofa við háskólann á Akureyri

Deila grein

15/03/2013

Ólafsstofa við háskólann á Akureyri

olafurjohannessonÞann 1. mars sl. hélt Framsókn málþing um líf og störf Ólafs Jóhannessonar fyrrverandi formann flokksins og forsætisráðherra, í tilefni af aldarafælisdegi hans.
Margt góðra gesta ávarpaði málþingið, bæði samferðamenn Ólafs, svo og fulltrúar frá háskólasamfélaginu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins flutti hátíðarávarp og minntist Ólafs. Páll Pétursson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins, var samþingmaður Ólafs og fór hann yfir samstarf þeirra. Leó E. Löve var heimagangur á heimili Ólafs og frú Dóru. Hann  rifjaði upp æskuminningar og hina hliðina á Ólafi, sem eiginmanns og heimilsfaðirs. Guðmundur G. Þórarinsson, samþingmaður Ólafs fór yfir viðbrögð hans við Vestmannaeyjagosinu og uppbyggingu í kjölfarið í eyjum. Helgi Ágústsson, fyrrverandi sendiherra var ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu þegar Ólafur var utanríkisráðherra og fór hann ítarlega yfir feril Ólafs. Hafsteinn Þór Hauksson, lektor í almennri lögfræði og réttarheimspeki við lagadeild Háskóla Íslands, þar sem Ólafur Jóhannesson var prófessor ávarpaði málþingið og bar fyrirlestur hans heitið „veðrabrigði eða nátttröll“ en það er tilvísun í inngang í bók Ólafs um stjórnskipun Íslands.
Þau ánægjulegu tíðindi áttu sér stað að Ágúst Þór Árnason, deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri, tilkynnti formlega á málþinginu að sett hafi verið á fót Ólafsstofa við Háskólann í tilefni af aldar afmælinu. Mun sú stofnun leggja áherslu á stjórnskipunarrétt sem fræðigrein. Með þessari ákvörðun er Háskólinn á Akureyri að marka tímamót og koma fræðigreininni á þann stall sem hún á skilið. Að lokum er Kristrúnu og Dóru Ólafsdætrum  þakkað fyrir að hafa gefið leyfi sitt fyrir málþinginu.