Categories
Fréttir

Opið prófkjör Framsóknar á Akureyri

Deila grein

01/02/2022

Opið prófkjör Framsóknar á Akureyri

Fram fer opið prófkjör Framsóknar á Akureyri við val á framboðslista flokksins til sveitarstjórnarkosninganna í maí. Ákvörðun var tekin á fjölmennum félagsfundi Framsóknarfélaganna á Akureyri og mun prófkjörið fara fram laugardaginn 12. mars.

Búast má við líflegri baráttu um fyrstu sætin enda stefnir í mikla endurnýjun í bæjarstjórn Akureyrarbæjar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs, gefur ekki kost á sér í vor og Ingibjörg Ólöf Isaksen hefur sem kunnugt er horfið til þingstarfa sem fyrsti þingmaður kjördæmisins.

„Við höfum orðið vör við mikinn áhuga á störfum og stefnu Framsóknarflokksins og með prófkjörinu viljum við opna flokksstarfið fyrir bæjarbúum,“ segir Sigfús Karlsson, formaður fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna á Akureyri og nágrennis.

Kosið verður um fimm efstu sætin og eru allir Akureyringar hvattir til að taka þátt í lýðræðislegu vali á sínum eigin bæjarfulltrúum enda er sú ákvörðun best komin nú í höndum bæjarbúa.