Verkefnisstjórn verndar- og orkunýtingaráætlunar mun skila inn tillögum um flokkun virkjunarkosta til Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, 1. september 2016.
Opið 12 vikna lögbundið umsagnarferli stendur nú yfir þar sem almenningi og öðrum hagsmunaaðilum gefst kostur á að koma athugasemdum á framfæri. Umsagnarferlingu lýkur á miðnætti miðvikudaginn 3. ágúst 2016.
Drög að endurskoðaðri skýrslu endurskoðaða lokaskýrslu voru lögð fram þar sem gerðar eru tillögur um flokkun 26 virkjunarkosta og landsvæða.
Verkefnisstjórn leggur til að eftirfarandi kostir fari í orkunýtingarflokk: Skrokkölduvirkjun, Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Austurgilsvirkjun, Austurengjar, Hverahlíð II, Þverárdalur og Blöndulundur.
Í verndarflokk fari fjögur svæði með eftirtöldum virkjunarkostum: Héraðsvötn (Villinganesvirkjun, Skatastaðavirkjanir C og D), Skjálfandafljót (Fljótshnúksvirkjun og Hrafnabjargavirkjanir A, B og C), Skaftá (Búlandsvirkjun) og Þjórsá vestur (Kjalölduveita).
Í biðflokk fari tveir virkjunarkostir í Hólmsá (við Atley og án miðlunar), Búðartunguvirkjun, Hagavatnsvirkjun, Stóra-Laxá, Trölladyngja, Innstidalur, Hágönguvirkjun, Fremrinámar og Búrfellslundur.
Skýrslu verkefnisstjórnar með tillögum hennar að flokkun virkjunarkosta, auk fylgigagna, er að finna undir flipanum „Kynningargögn“. Jafnframt er kallað eftir umsögnum vegna umhverfismats áætlana, sem er að finna sem viðauka við skýrslu verkefnisstjórnar.
Hægt er að senda inn umsögn rafrænt með því að velja flipann „Senda umsögn“. Að lokum er hægt að kynna sér þegar innsendar umsagnir undir samnefndum flipa.
https://www.ramma.is/rammaaaetlun/samrad/umsagnir-2016
Categories
Opið umsagnarferli rammaáætlunar
25/05/2016
Opið umsagnarferli rammaáætlunar