Categories
Fréttir

Kvennaathvarfið og Reykjavíkurborg hlutu jafnréttisviðurkenningu

Deila grein

25/05/2016

Kvennaathvarfið og Reykjavíkurborg hlutu jafnréttisviðurkenningu

Eygló HarðardóttirEygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, afhenti í gær jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs. Að þessu sinni voru það tveir aðilar sem hlutu viðurkenninguna eins og fram kemur í eftirfarandi rökstuðningi Jafnréttisráðs:

Reykjavíkurborg og starfsfólk borgarinnar fá jafnréttisviðurkenningu 2016 vegna brautryðjendastarfs að innleiðingu kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar í starfsemi borgarinnar og fyrir að þróa þá aðferðarfræði áfram í þeim hagræðingaraðgerðum sem borgin stendur nú frammi fyrir. Þetta starf felur í sér mikilvægan lærdóm og hvatningu fyrir sveitarfélög og ríkisstofnanir.
Samtök um Kvennaathvarf fær jafnréttisviðurkenningu 2016 fyrir að hafa starfrækt Kvennaathvarf frá árinu 1982. Samtökin eru grasrótarsamtök sem hafa sýnt mikla þrautseigju í rekstri athvarfsins og náð að þróa starfsemina þannig að hún geti tekist á við áskoranir hvers tíma. Hér má sérstaklega nefna starf Kvennaathvarfsins í þágu kvenna af erlendum uppruna. Kvennaathvarfið hefur gegnt ómetanlegu hlutverki sem athvarf fyrir konur og börn sem verða að flýja heimili sitt vegna ofbeldis. Þúsundir kvenna hafa leitað til athvarfsins frá stofnun þess, fundið þar öryggi og hlýju og svigrúm til að vinna úr sínum málum. Í athvarfinu er unnið faglegt starf, oft við afar krefjandi aðstæður og athvarfið hefur einnig lagt áherslu á fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis í nánum samböndum.

eyglo-jafnretti-01

Viðureknningarhafar frá upphafi:

Jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráðs hefur verið veitt með hléum frá árinu 1992. Eftirfarandi aðilar hafa hlotið viðurkenninguna: Þær þingkonur sem fyrst gegndu embættum forseta Alþings, ráðherra og þingflokksformanna: Birgitta Jónsdóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Guðrún Helgadóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Margrét Frímannsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Ragnhildur Helgadóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Salome Þorkelsdóttir, Sigríður Anna Þórðardóttir, Siv Friðleifsdóttir, Svanfríður Jónasdóttir og Valgerður Sverrisdóttir. Einnig hafa hlotið viðurkenninguna: WOMEN In Iceland: Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, Orkuveita Reykjavíkur, Guðrún Jónsdóttir, Kvennalandsliðið í fótbolta, Alcoa Fjarðarál, Menntaskólinn í Kópavogi, SPRON, Háskóli Íslands, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Kvenréttindafélag Íslands, VR, Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Bjarnfríður Leósdóttir, Hegla Kress, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Svava Jakobsdóttir,  Vigdís Finnbogadóttir, Eimskip, Reykjavíkurborg, Hjallastefnan, Íslenska álfélagið, Stúdentaráð Háskóla Íslands, Hans Petersen, Íþróttasamband Íslands og Akureyrarbær.

Heimild: www.velferdarraduneyti.is