Categories
Fréttir

Fæðispeningar sjómanna meðhöndlaðir sem dagpeningar

Deila grein

25/05/2016

Fæðispeningar sjómanna meðhöndlaðir sem dagpeningar

Páll„Virðulegi forseti. Ég kveð mér hér hljóðs í þessum dagskrárlið, störf þingsins, til að vekja athygli á tveimur góðum málum sem bíða eftir að komast á dagskrá.
Þannig er málum háttað að 17. desember 2008 skrifuðu sjómenn síðast undir kjarasamning, það eru sjö og hálft ár síðan sjómenn og útvegsmenn skrifuðu undir kjarasamning. Sá samningur rann út í lok 2011 þannig að í fjögur og hálft hafa sjómenn verið samningslausir. Í vetur og reyndar allt síðasta ár hafa sjómenn og útvegsmenn verið að ræða saman og reyna að komast að niðurstöðu. Eftir því sem ég best veit er sá samningur alveg á lokastigi. Það sem kannski helst stendur upp úr hjá þeim er að þeir bíða eftir svari héðan frá Alþingi. Þeir fara fram á að fæðispeningar hjá þeim verði meðhöndlaðir eins og dagpeningar hjá öðrum.
Hér er einmitt lítið frumvarp sem lætur ekki mikið yfir sér frá nokkrum þingmönnum þar sem tekið er einmitt á þessum málum, þ.e. frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt með síðari breytingum, fæðispeningar sjómanna. Þar er lagt til að fæðispeningar sjómanna verði meðhöndlaðir eins og dagpeningar hjá flugmönnum, flugfreyjum og einnig alþingismönnum og fleira fólki sem þarf að ferðast og vinna utan heimilis síns.
Ég treysti því og bið góðfúslega um að það mál komi sem fyrst á dagskrá.
Hitt málið er um mótun klasastefnu, þingsályktunartillaga um að stofnaður verði starfshópur um að móta opinbera klasastefnu um hvernig efla megi stoðkerfi atvinnulífsins á landsvísu í samvinnu við atvinnulífið, rannsóknar- og menntastofnanir o.fl.“
Páll Jóhann Pálsson í störfum þingsins 24. maí 2016.