Categories
Fréttir

Ör­fyr­ir­tæki í alþjóðleg­um sam­an­b­urði – markaðsbrestur

Deila grein

01/02/2019

Ör­fyr­ir­tæki í alþjóðleg­um sam­an­b­urði – markaðsbrestur

„Sá tolla­samn­ing­ur sem tók hér gildi í maí sl. hef­ur í för með sér að 97,4% af tolla­skránni í heild sinni eru orðin toll­frjáls. Það litla sem eft­ir er er á lækkuðum tolli. Þetta mun óhjá­kvæmi­lega auka sam­keppni á inn­lend­um kjöt­markaði. Á sama tíma hang­ir óvissa um af­nám frystiskyld­unn­ar yfir bænd­um, mikl­ar óhag­stæðar geng­is­sveifl­ur og lok­an­ir markaða í Evr­ópu – ekki síst í Nor­egi – hafa valdið al­gjör­um markaðsbresti. Allt þetta og fleira til hef­ur valdið því að raun­verð til sauðfjár­bænda hef­ur lækkað um 38% frá 2015. Það er ljóst að hér er verk að vinna.“ Þetta segir Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, í grein í Morgunblaðinu 30. janúar sl.
„Staðreynd­in er sú að ís­lensk slát­ur­hús eru ör­fyr­ir­tæki í alþjóðleg­um sam­an­b­urði en nú kem­ur sam­keppn­in ein­mitt þaðan – að utan. Þing­menn Fram­sókn­ar hafa nú lagt fram frum­varp þess efn­is að und­an­skilja afurðastöðvar í kjötiðnaði ákvæðum sam­keppn­islaga eins og þekk­ist reynd­ar víða um heim. Þetta er gert til þess að fyr­ir­tæk­in geti sam­nýtt og hagrætt í rekstri sín­um sem von­andi skil­ar sér á end­an­um í hærra afurðaverði til bænda og lægra verði til neyt­enda. Málið er fram­fara-, sam­vinnu-, og hags­muna­mál neyt­enda sem og bænda.“

Ræða Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, alþingismanns, á Alþingi er hún mælti fyrir frumvarpinu.

Lesa má grein Höllu Signýjar í heild sinni hér.