„Sá tollasamningur sem tók hér gildi í maí sl. hefur í för með sér að 97,4% af tollaskránni í heild sinni eru orðin tollfrjáls. Það litla sem eftir er er á lækkuðum tolli. Þetta mun óhjákvæmilega auka samkeppni á innlendum kjötmarkaði. Á sama tíma hangir óvissa um afnám frystiskyldunnar yfir bændum, miklar óhagstæðar gengissveiflur og lokanir markaða í Evrópu – ekki síst í Noregi – hafa valdið algjörum markaðsbresti. Allt þetta og fleira til hefur valdið því að raunverð til sauðfjárbænda hefur lækkað um 38% frá 2015. Það er ljóst að hér er verk að vinna.“ Þetta segir Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, í grein í Morgunblaðinu 30. janúar sl.
„Staðreyndin er sú að íslensk sláturhús eru örfyrirtæki í alþjóðlegum samanburði en nú kemur samkeppnin einmitt þaðan – að utan. Þingmenn Framsóknar hafa nú lagt fram frumvarp þess efnis að undanskilja afurðastöðvar í kjötiðnaði ákvæðum samkeppnislaga eins og þekkist reyndar víða um heim. Þetta er gert til þess að fyrirtækin geti samnýtt og hagrætt í rekstri sínum sem vonandi skilar sér á endanum í hærra afurðaverði til bænda og lægra verði til neytenda. Málið er framfara-, samvinnu-, og hagsmunamál neytenda sem og bænda.“
Ræða Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, alþingismanns, á Alþingi er hún mælti fyrir frumvarpinu.
Lesa má grein Höllu Signýjar í heild sinni hér.