Categories
Fréttir

Örugglega stærsta efnahagsaðgerð Íslandssögunnar

Deila grein

09/11/2015

Örugglega stærsta efnahagsaðgerð Íslandssögunnar

Sigmundur-davíðSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra sagði í sjónvarpsfréttum í kvöld að lausn á uppgjöri slitabúum föllnu bankanna ekki bara sögulega á Íslandi heldur á heimsvísu. Enginn hafi haft trú á því að mögulegt væri að sækja fé í föllnu bankana á sínum tíma.
„Það er rétt hjá fjármálaráðherra að þetta eru söguleg tíðindi. Þetta er örugglega stærsta efnahagsaðgerð Íslandssögunnar. En þetta er líka í rauninni heimssögulegt. Vegna þess að þeir erlendu sérfræðingar sem hafa komið að þessu með okkur hafa allir sagt að þetta hafi hvergi gerst áður. Að kröfuhafar með þessum hætti hafi sjálfir séð um að fjármagna það að aflétta höftum,“ sagði Sigmundur Davíð.
„Staða landsins þegar þetta verður gengið í gegn verður orðin allt önnur og miklu betri efnahagslega. Við verðum í stöðu til að halda áfram að tryggja áfram velferð fyrir alla á Íslandi.“
Uppgjör slitabúanna á að hafa jákvæð áhrif á gjaldeyrisforðann
Kynning stjórnvalda á uppgjöri slitabúanna
Seðlabankinn veitir slitabúum undanþágu
Seðlabankinn Seðlabanki Íslands hefur lokið mati sínu á fyrirliggjandi drögum að nauðasamningumveitir slitabúum undanþágu
Samkvæmt greiningu Seðlabankans munu um 490 milljarðar renna í ríkissjóð. Upphæðin gæti hækkað um 100 milljarða fáist hærra verð fyrir lykileignir. En er sú upphæð ekki undir þeim tölum sem kynntar voru í upphafi?
„Ja, ef við spáum í hvað var talað um í upphafi þá hafði náttúrulega enginn trú á því að þetta gæti gengið. Það þótti jafnvel fáránlegt að það væri hægt að sækja eitthvað fjármagn í þessi slitabú fyrir ekki svo löngu síðan. Það er líka mikilvægt að hafa í huga þegar verið er að skoða upphæðir að jú, þarna eru 500 milljarðar sirka í framlag. Til viðbótar við það eru svo 380 milljarðar í öðrum ráðstöfunum. Þetta getur auk þess hækkað ef þörf er fyrir það. Það er nú eitt af því sem er sniðugt við þessa leið að ef umfang vandans reynist meira þá aukast greiðslurnar til að takast á við þann vanda.“
Sigmundur segir að samkomulag SALEK-hópsins séu einnig mikilvæg tíðindi. Það hjálpi til við að nýta þennan meðbyr og tryggja efnahagslegan stöðugleika á næstu árum.

HEIMILD: RUV.IS