Categories
Fréttir

Reglulegt millilandaflug um flugvöllinn á Akureyri og á Egilsstöðum

Deila grein

28/04/2015

Reglulegt millilandaflug um flugvöllinn á Akureyri og á Egilsstöðum

líneikLíneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, ræddi skipan starfshóps, sem er ætlað að kanna hvernig koma megi á reglulegu millilandaflugi, um flugvöllinn á Akureyri og á Egilsstöðum, á Alþingi á dögunum.
„Á síðustu árum hefur töluverður þróunarkostnaður verið lagður í að koma á millilandaflugi til og frá Norður- og Austurlandi. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar og mikil þekking liggur fyrir. Í kringum báða flugvellina eru í gangi klasaverkefni með aðkomu sveitarfélaga og fyrirtækja sem miða að því að koma á millilandaflugi, auk þess sem samstarf er á milli landshlutanna. Þessi vinna hefur ekki enn skilað reglulegu flugi, en mikilvægt er að byggja á þeirri þekkingu og reynslu sem þarna er. Eins er mikilvægt að byggja á þeirri þekkingu sem orðið hefur til í kringum reglulegar ferjusiglingar til Austurlands í áratugi,“ sagði Líneik Anna.
„Tæp milljón ferðamanna kom til Íslands með flugi á síðasta ári og spár gera ráð fyrir mikilli fjölgun á næstu árum. Mikill meiri hluti erlendra ferðamanna heimsækir einungis suðvesturhorn landsins eins og við vitum og aðrir landshlutar njóta fjölgunarinnar í minna mæli. Með aukinni dreifingu ferðamanna um landið má dreifa álagi á náttúru og innviði en um leið skapa tækifæri fyrir fleiri landshluta til að byggja upp víðtækari þjónustu allt árið um kring og styrkja innviði.“
Ræða Líneikar Önnur Sævarsdóttur: