Categories
Fréttir

„Sakna að sjá ekki skýra áherslu á tungumálin“

Deila grein

30/10/2019

„Sakna að sjá ekki skýra áherslu á tungumálin“

Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður, flutti ræðu, um framtíðarsýn, fyrir hönd færsætisnefndar á 71. Norðurlandaráðsþinginu í Stokkhólmi sem stendur nú yfir.
„Ég sakna að sjá ekki skýra áherslu á tungumálin úr framtíðarsýninni, bæði á varðveislu norrænu málanna og innbyrðis tungumálaskilnings. Þetta atriði leggur Norðurlandaráð mikla áherslu á og innbyrðis tungumálaskilningur verður eitt af þremur þemum í formennsku Íslandsdeildar Norðurlandaráðs á næsta ári,“ sagði Silja Dögg.
Silja Dögg hefur verið tilnefnd sem forseti Norðurlandaráðs á næsta ári.
Á þessu ári hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, stýrt fundum samstarfsráðherranna í formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni þar sem lögð er áhersla á samþætt og sjálfbær Norðurlönd.