Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur heimilað í ljósi þess að síld er gengin inn á Kolgrafafjörð síldveiðar séu frjálsar innan brúar í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi.Vonast er til þess að veiðar þessar geti hvoru tveggja bjargað verðmætum og haft mögulegan fælingarmátt þannig að síldin gangi fyrr út úr firðinum en ella. Þá mun Hafrannsóknarstofnun hefja tilraunir með að fæla síldina burt með sérstökum útbúnaði sem gefur frá sér háhyrningahljóð, sem vitað er að síldin forðast undir venjulegum kringumstæðum.
Það er rétt sem segir í leiðara Fréttablaðsins í dag að “á svona dögum er mikilvægt að stjórnvöld séu ekki föst í viðjum þunglamalegs kerfis. Yfirvöld verða að vera í stakk búin til að geta tekið skjótar ákvarðanir. Því miður gerist það of sjaldan að það er eins afdráttarlaust tekið af skarið og á föstudaginn. Lílega verður af nógu að taka í stórum ákvörðunum næstu daga.”
Tengill:
https://stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=0a74c363-05ac-41d4-8eac-b197996210e1
Categories
Sigurður Ingi brást skjótt við
25/11/2013
Sigurður Ingi brást skjótt við