Categories
Fréttir

Sigurður Ingi fundar með aðstoðarframkvæmdastjóra OECD

Deila grein

21/06/2016

Sigurður Ingi fundar með aðstoðarframkvæmdastjóra OECD

sij hja oecdSigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra,  átti í dag fund með Mari Kiviniemi, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, sem nú gegnir stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París (OECD). Meðal þess sem rætt var um voru  staða og horfur í efnahagsmálum á Íslandi, losun fjármagnshafta, staðan á vinnumarkaði og sjávarútvegsmál. Fram kom í máli fulltrúa OECD að þrátt fyrir jákvæða efnahagslega þróun á Íslandi undanfarin ár, væru ýmsar áskoranir sem þyrfti að takast á við, eins og til dæmis að auka framleiðni í ýmsum greinum. Fram kom í máli fulltrúa OECD að íslenskur sjávarútvegur væri í fremstu röð á heimsvísu og aðrar þjóðir hefðu margt að læra af Íslendingum í þeim efnum.
,,Fundurinn var uppbyggilegur og ljóst að á vettvangi OECD er mikil þekking sem kemur Íslendingum vel,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. Þá segir forsætisráðherra ánægjulegt að heyra að mjög sé litið til Íslands þegar kemur að sjávarútvegsmálum og nýtingu auðlinda hafsins.

Heimild: www.forsaetisraduneyti.is