Niðurstöður úr prófkjöri Framsóknar í Suðurkjördæmi liggja fyrir. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sóttist einn eftir 1. sætinu og fékk samtals 95,7% gildra atkvæða.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, sitjandi þingmaður Framsóknarflokksins, sóttist eftir 2. sætinu en varð í 3. sæti. Þegar úrslitin voru kunn tilkynnti hún að hún myndi ekki þiggja 3. sætið.
Jóhann Friðrik Friðriksson bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ sóttist einnig eftir 2. sætinu og náði því með 552 atkvæði í 1.-2. sæti.
Úrslit prófkjörsins voru þessi:
1. Sigurður Ingi Jóhannsson, Hrunamannahreppi 975 atkvæði í 1. sæti
2. Jóhann Friðrik Friðriksson, Reykjanesbæ 552 atkvæði í 1. – 2. sæti
3. Silja Dögg Gunnarsdóttir, Reykjanesbæ 589 atkvæði í 1. – 3. sæti
4. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Reykjanesbæ 616 atkvæði í 1. – 4. sæti
5. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Árborg 773 atkvæði í 1. – 5. sæti
Á kjörskrá voru 3.121 og greiddu 1.165 greiddu atkvæði en kjörsókn var 37,5%.
Þann 26. júní verður auka Kjördæmisþing á Marriott hótel í Keflavík þar sem allur listinn verður borinn til samþykktar.