Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, vakti máls á vinnutilhögun við rekstur hjúkrunarheimila þrátt fyrir skýr markmið um jafnrétti kynjanna í störfum þingsins í gær. En víða á hjúkrunarheimilum telst sjálfsagt mál að bjóða aðeins upp á ráðningu í 80% starf.
„Virðulegi forseti. Dytti einhverjum þetta í hug ef þarna væru einkum karlmenn við störf? Í stóriðju eða fiskimjölsverksmiðju til dæmis? Ég leyfi mér að fullyrða að svo er ekki,“ sagði Líneik Anna.
„Eftir að hafa kynnt mér málið nokkuð sýnist mér að þetta fyrirkomulag sé þannig til komið að eftir hrun var sums staðar gert samkomulag við starfsmenn um að minnka við sig starfshlutfall og vaktafyrirkomulagi breytt til samræmis við það. Því skyldi maður ætla að nú væri verið að snúa til baka og bjóða starfsfólki aukið starfshlutfall en raunin er þvert á móti sú að þetta skipulag virðist frekar vera að breiðast út.“
Ræða Líneikar Önnu Sævarsdóttur:
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.
Categories
Sjálfsagt mál að konur vinni 80% starf
25/03/2015
Sjálfsagt mál að konur vinni 80% starf