Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, bendir á ummæli höfð eftir samgönguráðherra Skotlands að greiðsluþátttöku stjórnvalda á völdum flugleiðum hafi reynst vel. Í Skotlandi hafa um 75.000 íbúar skráð sig í afsláttarkerfið og nýtt sér það tvisvar til þrisvar á ári. Upphaflega hafi greiðsluþátttaka numið 40% af andvirði fargjalda en hafi síðar verið aukin í 50%. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hennar í dag.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu– og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar, átti fund með Michael Matheson samgönguráðherra Skotlands í gær í Edinborg. Ræddu þeir m.a. stuðning skoskra stjórnvalda við íbúa afskekktari byggða og eyjar m.a. í þeim tilgangi að jafna aðgang þeirra að opinberri þjónustu. Þessi aðgerð er nefnd „skoska leiðin“.
Í ályktun 35. Flokksþings Framsóknarmanna, 9.-11. mars 2018, segir að innanlandsflug sé ekki raunhæfur kostur fyrir almenning í landinu vegna hárra flugfargjalda. „Framsóknarflokkurinn vill taka upp niðurgreiðslu á flugi innanlands fyrir íbúa á landsbyggðinni að skoskri fyrirmynd.“
Markmið skoskra stjórnvalda með greiðsluþátttöku er að styðja við íbúa afskekktari byggða en um leið atvinnuuppbyggingu og störf utan þéttbýlis. Greiðsluþátttaka stjórnvalda hófst árið 2006 og hefur verið framlengd reglulega, nú síðast um fjögur ár. Það er lítil samkeppni á flugleiðum til afskekktari svæða Skotlands, sætanýting er um 50% og eru flugfargjöld há í samanburði við það sem byðist til stærri og fjölfarnari áfangastaða sem geta staðið undir stærri flugvélum. Þetta kemur fram í frétt á vef stjórnarráðsins.
Categories
Skoska leiðin styður atvinnuuppbyggingu og störf utan þéttbýlis
04/09/2019
Skoska leiðin styður atvinnuuppbyggingu og störf utan þéttbýlis