Categories
Fréttir

Skuldaviðmiðið brotin – en verða vel fær og viðráðanleg

Deila grein

04/06/2020

Skuldaviðmiðið brotin – en verða vel fær og viðráðanleg

„Sjálfbærni er hugtak sem við notum mikið og er mikilvægt viðmið þegar við tökum ákvarðanir sem óhjákvæmilega hafa afleiðingar til mislangs tíma. Í grunninn má segja að við höfum þann grundvallarskilning að ákvarðanir okkar í dag valdi ekki þannig skaða að skerði nýtingarmöguleika komandi kynslóða.

Þetta á sannarlega við um nýtingu auðlinda en á einnig við um ríkisfjármálin, um þær ákvarðanir sem við höfum verið að taka undanfarnar vikur, hratt, fjárfrekar, við mikla óvissu, bæði til að bregðast við Covid-19 og til að veita viðspyrnu út úr því ástandi,“ sagði Willum Þór Þórsson, alþingismaður Framsóknar í Suðvesturkjördæmi Framsóknar, í vikunni, í störfum þingsins á Alþingi.

Willum Þór bendir á að OECD deili ekki á um nauðsyn aðgerða stjórnvalda en vill að gætt sé að gagnsæi og yfirsýn við gríðar mikla innspýtingu fjármuna til þess að verja velferð, afkomu heimila og fyrirtækja. Mikilvægt sé að ríkisfjármálin fari hratt til baka í sjálfbæran farveg þegar sér fyrir endan á ástandinu.

„Við búum, virðulegur forseti, að ábyrgri fjármálastjórn undanfarinna missera, skuldléttum ríkissjóði og traustri umgjörð ríkisfjármála með stefnumótandi grunngildamiðuð lög um opinber fjármál þar sem eitt af lykilgildunum er sjálfbærni,“ sagði Willum Þór.

Sagði Willum Þór að í „samhengi ríkisfjármála felst sjálfbærni í því að opinberar skuldbindingar séu viðráðanlegar til skemmri og lengri tíma og leggi ekki ósanngjarnar byrðar á komandi kynslóðir.

Það er enn fremur skrifað í lögin skilyrði um að heildarskuldir séu lægri en 30% af vergri landsframleiðslu og sá hluti sem þar er umfram skuli lækka að meðaltali á hverju þriggja ára tímabili um a.m.k. 5% á ári.“

„Við förum yfir skuldaviðmiðið, það er ljóst, líklega yfir 40% fyrir hið opinbera í heild, en sjálfbærnifarvegurinn verður vel fær og viðráðanlegur,“ sagði Willum Þór að lokum.

https://vod.althingi.is/player/?type=vod&width=512&height=288&icons=yes&file=20200603T145433&start=845&duration=151&autoplay=false