Categories
Fréttir

Sóknaráætlun í loftslagsmálum

Deila grein

04/12/2015

Sóknaráætlun í loftslagsmálum

Þórunn„Hæstv. forseti. Ég vil nota tækifærið og byrja á því að óska hæstv. forseta til hamingju með daginn og árna honum og hans fólki allra heilla.
Annars vildi ég nota tíma minn í dag til að vekja athygli á sóknaráætlun í loftslagsmálum sem ríkisstjórn Íslands kynnti á dögunum. Áætlunin er til þriggja ára og er ætlað að skerpa á áherslum Íslands í loftslagsmálum og efla starf í málaflokknum til að raunverulegur árangur náist við að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Verkefnin 16 sem kynnt eru undir hatti sóknaráætlunarinnar eru fjölbreytt og mörg hver sjálfstæð en eiga það sameiginlegt að virkja betur einstaklinga og fyrirtæki til að efla baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Öll stefna verkefnin að því að draga úr losun, auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti, styðja alþjóðleg loftslagsverkefni og efla getu stjórnvalda til að takast á við strangari skuldbindingar í loftslagsmálum. Áhersla er lögð á samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda til að draga úr losun í tilteknum greinum auk þess að styðja við nýsköpun og loftslagsvænar lausnir.
Í grófum dráttum skiptast verkefni 16 þannig að 8 þeirra stefna að því að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og 4 verkefni miða að því að efla samstarf Íslands við erlend ríki og aðstoða önnur ríki við að draga úr losun og takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Sérstaklega finnst mér gleðilegt að benda á að Ísland verður í forustu í samstöðuhópi um nýtingu á jarðhita á heimsvísu.
Þá snúa 4 verkefni að því að styrkja innviði því að sóknaráætlun og auknar kröfur í lofstslagsmálum kalla eðlilega á gott utanumhald og öfluga greiningu, vegna þess að miklir efnahagslegir pólitískir hagsmunir eru undir fyrir Ísland. Auðvitað eru umhverfishagsmunirnir mikilvægastir og framlag okkar og hegðun sem einstaklingur telur svo sannarlega. Leggjumst öll á eitt og munum að gjörðir okkar í dag hafa áhrif á morgundaginn.“
Þórunn Egilsdóttir — störf þingsins 2. desember 2015.