Categories
Fréttir

„Stundum erum við kaþólskari en páfinn“

Deila grein

10/03/2020

„Stundum erum við kaþólskari en páfinn“

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar, var spurður um undirboð í ferðaþjónustu á Alþingi í liðinni viku.
Sagði Sigurður Ingi að undirboð í ferðaþjónustu á Íslandi hafi farið vaxtandi og hafi haft mjög neikvæð áhrif. Það hefur verið vinna í gangi hvaða leiðir séu til til að koma í veg fyrir undirboð með einhverjum hætti. Margt í ferlinu er flókið og hafa rútufyrirtæki getað á grunni alþjóðlegs regluverks unnið á grunni gistilandaheimild sem er gefin út af landinu sem rútufyrirtækið er frá. „Hér hefur það verið túlkað í tollalögum þannig að þetta sé heimilt til eins árs.“

„Stundum erum við kaþólskari en páfinn í því að framfylgja einhverjum evrópskum regluverkum og sjáum ekki fyrir okkur leiðirnar út úr því.“

Sigurður Ingi sagði aðgerðir er eru á borðinu hjá Dönum og þeir hafa verið að innleiða átt hann fund með kollega mínum, danska ráðherranum, og íslenskir sérfræðingar eru komnir í beint samband við danska samgönguráðuneytið um að fylgja þeim eftir þeirra aðgerðum hér á landi.
„Ég er aftur á móti þeirrar gerðar að ég vil leita allra leiða þegar við erum að verja íslenska hagsmuni og jafnvel stundum aðeins að skora á hólm hið evrópska regluverk. En þegar land eins og Danmörk, sem er innan Evrópusambandsins, gerir það, þá hef ég sagt: Ég vil fylgja þeirra fordæmi. Við erum að fylgjast mjög náið með því hvernig þeir vinna þetta og við erum að setja upp sambærilegt prógramm. Undirbúningur þeirra var þannig að þeir höfðu dálítið samband við þessi fyrirtæki og komu upplýsingum á framfæri um hvað þeir ætluðu að gera. Kannski eru viðbrögðin því orðin meiri nú þegar þó svo að regluverkið sé ekki farið að bíta.“