Categories
Fréttir

Sveitarstjórnarráðstefna Framsóknar

Deila grein

03/11/2022

Sveitarstjórnarráðstefna Framsóknar

Fram undan er sveitarstjórnarráðstefna Framsóknar sem haldin verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 11. nóvember næstkomandi. Framsókn á góðu fylgi að fagna eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar sem kristallast í fjölda fulltrúa á sveitarstjórnarstiginu.

Sterkari Framsókn

Af B-listum Framsóknar voru kjörnir alls 69 sveitarstjórnarfulltrúar og hafa aldrei verið fleiri í annan tíma. Framsókn bætti við sig yfir landið allt af B-listum 23 sveitarstjórnarfulltrúum. Af blönduðum framboðum voru síðan kjörnir alls 38 sveitarstjórnfulltrúar, flokksbundnir í Framsókn. Þetta gerir samantekið alls 108 sveitarstjórnarfulltrúa um land allt.

Það verður án efa af nægu að taka á ráðstefnunni enda fjölmörg málefni sem brenna á sveitarstjórnarfólki.

mynd: marinatravel.is 3. nóvember 2022