Categories
Fréttir

„Svo virðist sem nokkur siðferðisbrestur þjaki stjórnendur fyrirtækisins“

Deila grein

06/05/2015

„Svo virðist sem nokkur siðferðisbrestur þjaki stjórnendur fyrirtækisins“

Þorsteinn-sæmundssonÞorsteinn Sæmundsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismenn, hafa lagt fram beiðni um að Ríkisendurskoðun annist úttekt á rekstri Isavia. Þetta kom fram í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær.
Beiðnin var lögð fram fyrir nokkrum vikum og verður rædd í dag á fundi forsætisnefndar þingsins.
„Svo virðist sem nokkur siðferðisbrestur þjaki stjórnendur fyrirtækisins. Þeir hafa gengið fram af fruntaskap í starfsmannamálum þannig að eftir hefur verið tekið. Þeir hafa notað skattfé almennings til að greiða niður árshátíð starfsmanna og stjórnenda í áður óþekktum mæli. Og nú síðast hafa þeir lagt sérstakan skatt á eina stétt sem stundar þjónustu við Leifsstöð, leigubílstjóra. Sá skattur nemur 120 þús. kr. á ári eða 15 þús. kr. á mánuði eða að menn borga tæpar 500 kr. í hvert einasta skipti sem farþegi er sóttur í Leifsstöð,“ sagði Þorsteinn.
„Það segir sig sjálft að það liggur ekki fyrir hvort þessi ráðstöfun stenst lög eða reglur. Það segir sig líka sjálft að það er ekki gæfulegt að leggjast á eina stétt þjónustuaðila þar syðra og láta hana greiða niður kostnað við rekstur þessa fyrirtækis. Í rekstri af þessari stærð hljóta að vera aðrar leiðir til að leita hagræðingar en sú að skattleggja þessa þjónustu. Þessi þjónusta mun þá væntanlega hækka líka fyrir þá sem nota hana, þ.e. farþega,“ sagði Þorsteinn ennfremur.
Ræða Þorsteins Sæmundssonar: